Gagnagæði - betri greind
Hvaða áhrif hafa gagnagæði á framtíð gervigreindar og okkur?
Gervigreind byggir á gögnum en hvað gerist ef gögnin eru gölluð, skekkt eða ófullnægjandi? Á þessum fundi rýnum við í mikilvægi gagnagæða og hvaða áhrif þau geta haft á spunagreind (GenAI) og risamállíkön (LLM). Við veltum fyrir okkur áhrifum á niðurstöður, áreiðanleika og ákvarðanatöku og hvernig við getum tryggt betri undirstöður fyrir gervigreind framtíðarinnar.
Dagskrá:
11:45 Léttur hádegisverður (fyrir framan Kaldalón) og tengslanetið styrkt

12:15 Gagnagæði í opinberri tölfræði
Í erindinu verður fjallað um mögulegar leiðir til þess að skýra og bæta upplýsingagildi opinberrar tölfræði með aukinni samhæfingu, svo sem á grundvelli sameiginlegra viðmiða um gæði og framsetningu.
Arndís Vilhjálmsdóttir, Hagstofa Íslands
Í erindinu verður fjallað um mögulegar leiðir til þess að skýra og bæta upplýsingagildi opinberrar tölfræði með aukinni samhæfingu, svo sem á grundvelli sameiginlegra viðmiða um gæði og framsetningu.


12:35 Bjagi, dreifni og orsakasamhengi: Mikilvæg hugtök í heimi gervigreindar
Í erindinu verður fjallað um tölfræðilegu hugtökin bjaga, dreifni og orsakasamhengi, af hverju þau eru mikilvæg fyrir þróun flókinna líkana út frá gögnum. Farið verður yfir nokkur dæmi og lærdómur dreginn af þeim.
Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson, Metill
Í erindinu verður fjallað um tölfræðilegu hugtökin bjaga, dreifni og orsakasamhengi, af hverju þau eru mikilvæg fyrir þróun flókinna líkana út frá gögnum. Farið verður yfir nokkur dæmi og lærdómur dreginn af þeim.

12:55 Stutt hlé og fyllt á kaffibollann

13:00 Búa slæm gögn til vonda gervigreind?
Fjallað er um aðferðir til að temja mállíkön og hvernig gagnagæði geta haft bein áhrif á viðmót gervigreindar.
Dr. Hafsteinn Einarsson, Háskóli Íslands
Fjallað er um aðferðir til að temja mállíkön og hvernig gagnagæði geta haft bein áhrif á viðmót gervigreindar.

13:40 Umræður
14:00 Fundarslit
Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um hagnýtingu gagna
-
9. apríl 2025
-
kl. 12:00 - 14:00
-
Félagsmenn Ský: 8.300 kr.
Utanfélagsmenn: 14.900 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr. -
Léttur hádegisverður:
BBQ kjúklingur með kryddjurtasósu (GF, LF) Hnetusteik (VEGAN, GF, LF) Steikt kartöflusmælki með chimicurry (VEGAN, GF, LF) Tómat & avacado salat (VEGAN, GF, LF) Grænt salat (VEGAN, GF, LF) Nýbakað súrdeigsbrauð (VEGAN, LF) Þeytt smjör (GF) og hummus (VEGAN, GF, LF)