Efni fyrir öll (Inclusive Content Design)
Allir sem hanna efni fyrir hinn víða veraldarvef vilja að upplifun notenda verði sem best óháð þörfum, getu eða bakgrunni. Efnið og heildar framsetning þess þarf að vera með réttum upplýsingum, hnitmiðað og aðgengilegt á sama tíma og tekið er tillit til ólíkra þarfa ólíkra notenda.
Efnishönnun á vef sem er aðgengilegur öllum, nýtist öllum og skapar jöfn tækifæri verður æ flóknari þegar kröfur um hnitmiðaðan og skýran texta „beint að efninu“ verða háværari.
Það getur verið viðkvæmt og flókið mál að hanna aðgengilegt og innihaldsríkt efni. Hvernig er best að nálgast ólíka hópa?
Nær efnið sem við höfum mikið fyrir að koma á vefinn til allra sem við viljum, þurfum og eigum að ná til?
Efni fundarins gagnast öllum sem koma að efnishönnun af einhverju tagi. Farið verður yfir mikilvægi efnisstefnu og raddir ólíkra notenda fá að heyrast.
Dagskrá:
12:00 Hádegisverður (fyrir framan Kaldalón) og tengslanetið styrkt
Mikilvægi efnisstefnu fyrir vefi hagnýting hennar.
Ingunn Fjóla Brynjólfsdóttir, efnishönnuður hjá Stefnu Hugbúnaðarhús
Lífsviðburðurinn Að eldast á island.is er hluti af aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk 2023-2027, sem nefnist Gott að eldast. Erindið fjallar um vinnslu efnis, rýni með mismunandi hópum og samvinnu við ýmsa aðila þvert á samfélagið.
Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir, sérfræðingur Gott að eldast félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
14:00 Fundarslit
Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um vefstjórnun
-
4. september 2024
-
kl. 12:00 - 14:00
-
Félagsmenn Ský: 8.300 kr.
Utanfélagsmenn: 14.900 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr. -
Léttur hádegisverðurSítrónu marineraður kjúklingur. Oumph grýta með blönduðum baunum. Grænt salat. Kartöflusalat með sýrðum lauki og ferskum jurtum. Nýbakað súrdeigsbrauð. Þeytt smjör og rauðrófu hummus.