Stofnfundur faghóps um gervigreind
Þriðjudaginn 3. september 2024 verður stofnfundur faghóps Ský um gervigreind. Með stofnun þessa faghóps vilja stofnendur leggja áherslu á gervigreind og nýtingu hennar í daglegu starfi. Við hvetjum fólk innan og utan geirans, reynslubolta og þau sem eru áhugasöm eða jafnvel bara forvitin um gervigreind að mæta.
Fundurinn er opinn öllum sem vilja kynna sér hópinn. Skráðir félagar í Ský geta gengið í faghópinn á staðnum eða eftir fundinn.
Dagskrá:
15:00 Fundur settur
Kosning fyrstu stjórnar faghópsins
Hægt að bjóða sig fram á staðnum
16:00 Stofnfundi lokið
Fundarstjóri:
Undirbúningur:
Lárus Hjartarson (Peritus), Annika Simonsen (HÍ), Bjarni Þór Gíslason (Gagnagúrú), Grímur Sæmundsson (Crayon), Kristinn Þórisson (HR)
Tillaga að reglum faghóps Ský um gervigreind
1. gr.
Faghópur Ský um gervigreind er faghópur innan félagsins og starfar eftir reglum þess um faghópa.
2. gr.
Áhersla hópsins er á gervigreind og öruggri nýtingu hennar og þróun.
Markmið faghópsins eru í samræmi við markmið móðurfélagsins og felast m.a. í:
- Að skapa vettvang fyrir faglega umræðu um gervigreind
- Að hvetja til samstarfs og þekkingarmiðlunar milli fyrirtækja og einstaklinga
- Að efla tengslamyndun jafnt innan geirans sem og utan fyrir hann
- Að stuðla að aukinni fræðslu og fagmennsku í öllu sem tengist gervigreind
- Að stuðla að vandaðri málnotkun og notkun íslensku innan gervigreindar
- Að stuðla að lögmætri, siðferðilega og samfélagslega ábyrgri notkun gervigreindar
-
3. september 2024
-
kl. 15:00 - 16:00
-
Engjateigur 9, 105 ReykjavíkSalur í kjallara (Verkfræðingahúsið)