Fjarskipti sem mælitæki
Hlutverk fjarskipta í mælingum hefur ekki verið ofarlega á baugi, en án góðra fjarskiptalausna er erfitt að sinna jarðmælingum. Tilraunir til að nota ljósleiðara til jarðskjálftamælinga hafa gefið góðar vonir. Samstarf fyrirtækja og stofnana til að þétta mælinet á landinu verður hér gert einhver skil.
Dagskrá:
11:50 Húsið opnar
12:00 Fundur settur og hádegisverður borinn fram
12:20 Ljósleiðari sem mælitæki
Í erindinu mun Kristín segja frá því hvernig ljósleiðarar geta nýst í náttúrúvárvöktun. Sagt verður frá nýlegri rannsókn þar sem ljósleiðari var plægður í Vatnajökul og notaður til að mæla smáskjálfta. Mælingarnar gáfu óvæntar upplýsingar um hegðum Grímsvatna. Ennfremur verður sagt frá hvernig ljósleiðari við Fagradalsfjall var notaður til að mæla eldgosaóróa.
Kristín Jónsdóttir, Veðurstofan
12:45 Þráðlaus fjarskipti í hröðunarmælingum í byggð: Reynsla, áskoranir og þróun
Uppsetning þéttra mælakerfa í byggð, þróun mælitækja og skráningar gagna samfara þróun þráðlausra fjarskipta frá 2G upp í IoT.
Benedikt Halldórsson, Háskóli Íslands
13:10 Nýting á fjarskiptum við eftirlit og áskoranir
Breytingar á fjarskiptatækni og hvaða lausnir eru í boði. Reynsla af NB-IOT síðustu 2 árin út frá reynslu Vista við uppsetningar á verkefni sem henta.
Heiðar Karlsson, Vista verkfræðistofa
13:35 Fjarskiptaframþróun og áskoranir 2022
Stiklað á stóru varðandi framþróun farnetskerfa og áskoranir þeim tengdar séðar frá sjónarhóli útbreiðslusérfræðings.
Ólafía Lára Lárusdóttir, Sýn
14:00 Fundarslit
Fundarstjóri: Elmar Freyr Torfason, Míla
-
23. nóvember 2022
-
kl. 12:00 - 14:00
-
Hótel Reykjavík Grand
Sigtúni 38, 105 ReykjavíkAðkoma Sigtúnsmegin
-
Félagsmenn Ský: 7.500 kr.
Utanfélagsmenn: 13.500 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 5.500 kr. -
Mascaponefyllt og beikonvafin kjúklingabringa með seljurótar kartöflumúsVegan: Fylltar papríkur með risotto og salatiKaffi/te og sætindi á eftir