Erum við að gleyma okkur? Raunlægt öryggi á stafrænum tímum
Hvernig tryggjum við raunlægt öryggi á stafrænum tímum, hverjar eru helstu hætturnar? Á síðustu árum hafa stafrænar ógnir þróast gríðarlega hratt og samhliða þeirri þróun hafa varnir gegn þeim þurft að þróast með. En hvernig er það með raunlægt öryggi, má það vera memm? Eru fyrirtæki og stofnanir nokkuð búin að gleyma raunheimum?
Viðburðurinn er fyrir stjórnendur, tæknifólk og alla sem hafa áhuga á öryggismálum.
Dagskrá:
11:50 Húsið opnar
12:00 Fundur settur og hádegisverður borinn fram
12:20 Gagna og upplýsingavernd með augum áhættu og öryggisstýringar
Áhættumat, aðferðir og árásir. Hver, hvernig, hvers vegna. Raunlægar varnir. Gæðahandbókin.
Ómar Rafn Halldórsson, Öryggismiðstöðin
12:40 Raunlægt öryggi: kröfur, eftirlit og starfsmenn - FELLUR ÞVÍ MIÐUR NIÐUR VEGNA VEIKINDA
Hvernig gætum við að raunlægu öryggi og uppfyllum ytri kröfur? Hvaða ferlar þurfa að vera til staðar og hvernig upplýsum við starfsfólkið?
Elísabet Árnadóttir, Rapyd
13:00 Hvað er í töskunni hjá Pentester?
Hvernig er hægt að nýta veikleika að raunlægu öryggi. Farið verður yfir helstu tæki og tól sem eru notuð við raunlægar aðgangsprófanir (Physical Penetration Testing).
Sverrir Davíðsson, Valit Ráðgjöf
13:20 Bíddu, varst þú ekki í MR? Raunlægar öryggisprófanir á 21. öld
Þrátt fyrir flottar kerfisaðgerðir, vírusvarnir og margþættar rafrænar kerfis innbrotsprófanir eru fyrirtæki að lenda í tjónum þar sem raunlægt öryggi og beiting bragðvísis eru aðal tólin. En hvernig geta einstaklingar og fyrirtæki minnka áhættu og koma í veg fyrir að bragðvísis aðgerðir ná árangri? Farið verður yfir farsælni bragðvísisárasa, hvernig við minnkum áhættu og hvaða þættir þurfa samræmingnar innanhúss til að styrkja fólk og kerfi fyrir slíkum árásum.
Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, SecureIT
13:40 Umræður
14:00 Fundarslit
Fundarstjóri: Inga Steinunn Björgvinsdóttir, Origo
-
16. nóvember 2022
-
kl. 12:00 - 14:00
-
Hótel Reykjavík Grand
Sigtúni 38, 105 ReykjavíkAðkoma Sigtúnsmegin
-
Félagsmenn Ský: 7.500 kr.
Utanfélagsmenn: 13.500 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 5.500 kr. -
Pestó fylltar kjúklingabringur með stökku kartöflusmælki, rótargrænmeti og rósmarínsósu.
Kaffi/te og sætindi á eftir