Netöryggi: Mannlegi þátturinn - stærsta ógnin?
Það skiptir sköpum fyrir stofnanir og fyrirtæki að starfsmenn og nemendur skóla þekki og geti komið auga á þær hættur sem geta borist fyrirtækjum í gegnum netglæpi. Þegar netþrjótar koma að læstum dyrum í öryggiskerfum fyrirtækja þá finna þeir yfirleitt leið í gegnum starfsmenn. Mannlegi þátturinn vegur því einna þyngst þegar kemur að netárásum og því er það mikilvægt að öflug öryggisvitund sé til staðar og að stöðug fræðsla sé partur af menningu skóla og fyrirtækja. Hvað er það að mati sérfræðinga sem virkar best þegar kemur að öryggisfræðslu? Hvað getum við lært af reynslunni?
11:50 Húsið opnar
12:05 Fundur settur og hádegisverður borinn fram
12:20 Cybersecurity for dummies by dummies
Netöryggi snýst um vernd gegn óleyfilegri eða glæpsamlegri notkun rafrænna gagna en einnig að tryggja heiðarleika, trúnað og aðgengi upplýsinga. Í þessum fyrirlestri munum við fjalla um grunnatriði netöryggis bæði fyrir heimili og vinnustaði. Við munum meðal annars fara yfir grunnhugtök netöryggis og ræða hvaða ógnir eru til staðar og hvernig bera skal kennsl á, verjast, greina og bregðast við þeim. Þar að auki munum við fara yfir hvað bera að hafa í huga til að halda uppi netöryggi til framtíðar. Nú er kominn tími til að bera kennsl á veikleika sem gætu gert þig að fórnarlambi netglæpa - og verja þig áður en það er of seint.
María Óskarsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík
12:45 Hnitmiðuð fræðsla – markvissasta aðgerðin
Bæði tæknilegur og fjárhagslegur þröskuldur til að framkvæma hnitmiðaðar árásir á einstaklinga og fyrirtæki hefur stórlega lækkað undanfarin ár. Það má því merkja stóraukningu í fjölda tilfella þar sem margskonar aðferðir eru reyndar til að svíkja almenning. Ein markvissasta aðgerðin sem hægt er að fara í til að sporna við þessari þróun er stóraukin þjálfun almennra notendur upplýsingakerfa.
Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS
13:10 Jákvæð öryggismenning: styrkjum mannlega eldvegginn
Guðrún Valdís mun fjalla um mikilvægi jákvæðrar öryggismenningar til að virkja starfsfólk í baráttunni gegn netógnum, ásamt því að gefa nokkur heilræði við þessa nálgun. Starfsfólk er oft talið veikasti hlekkurinn, en hvað getum við gert til að breyta þeim hugsunarhætti og styrkja þennan mikilvæga hlekk?
Guðrún Valdís Jónsdóttir, Security Engineer hjá Syndis
13:35 Tölvuöryggisfræðsla í nútíð og framtíð
Upplýsingatækni og samskipti í gegnum internetið eru orðin undirstaða viðskipta og persónulegs lífs okkar. Tölvuöryggi er því viðfangsefni sem við þurfum öll að veita athygli, rétt eins og við hugum að öryggi heimilis, samgangna, vinnustaðar, o.s.frv. Í dag er það mannfólkið sjálft sem er í dag veiki hlekkurinn og endurspeglast það í því að 85% allra innbrota í tölvur byggja á því að plata fólk í stað þess að brjótast inn í tæknina. Til að breyta þessu, þá þarf að bera kennsl á hvar mannlegir veikleikar eru til staðar og nýta svo fræðslu og þjálfun til að fyrirbyggja þá veikleika með breyttri hegðun. Nýjar lausnir eru að gerbreyta landslagi tölvuöryggisfræðslu í dag, en það eru fjölmörg spennandi tækifæri til að gera enn betur í framtíðinni með aðstoð nýrrar tækni eins og gervigreindar.
Ari Kristinn Jónsson, forstjóri AwareGo
14:00 Fundarslit
Fundarstjóri: Anna Sigríður Islind, lektor við Háskólann í Reykjavík
-
27. apríl 2022
-
kl. 12:00 - 14:00
-
Félagsmenn Ský: 6.500 kr.
Utanfélagsmenn: 11.000 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 4.500 kr. -
Stökk úrbeinuð kjúklingalæri, kornflexhjúpur, kartöflubátar, blandað salat og chili mæjó
Kaffi/te og sætindi á eftir