Skip to main content

Tölvu- og taugakerfi: sálræna hlið öryggisatvika

fyrirlesarar

Á þessum viðburði verður fjallað um hina mannlegu hlið öryggismála. Í kjölfar öryggisatvika fer allur fókus á að koma kerfum í eðlilegann rekstur en erum við að gleyma starfsfólkinu sem á og rekur þessi kerfi? Hvaða áhrif hefur það á starfsfólk að lenda í erfiðum öryggisatvikum? Erum við að tryggja “endurheimt” starfsfólks í kjölfar öryggisatvika og hvernig förum við að því?

Fyrirlesturinn er ætlaður stjórnendum, tæknifólki og öllum þeim sem hafa áhuga á öryggismálum.

Dagskrá

11:50   Húsið opnar

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Kerfisþol - aðlögun og viðbrögð í blönduðum umhverfum
Frá áhættumati til endurreisnar: hvernig víkkum við skilning og þekkingu okkar á heildrænni nálgun í öryggismálum? Þegar reynir á kerfin okkar er samræming og margþætt nálgun lykilatriði. Hvernig tryggjum við að kerfin okkar - tölvu og tauga - eru reiðubúin fyrir skyndiálag og hvernig tryggjum við að loka atburða hringrásinni fyrir fólk, ferla og framtíðar frammistöðu?
Oktavía Hrund Guðrúnardóttir Jónsdóttir, SecureIT

12:50   Árás á aðfangadagskvöld
Persónuleg frásögn af tölvuárás sem gerð var á aðfangadagskvöld, upplifun og áhrif á einstaklinginn eftir árás. Nonni fer yfir hvað gerðist í árásinni og ræðir jafnframt á opinskáan hátt í gegnum hvers konar tilfinningarússíbana hann upplifði. Nonni veltir fyrir sér hvað þurfi að vera til staðar eftir alvarleg atvik líkt og tölvuárás.
Jón Helgason

13:20   Er góður tilfinningalegur aðbúnaður á vinnustað - hluti af vinnuvernd?
Hversu mikið stangast hlutverk fagmannsins á við tilfinningalegar þarfir einstaklingsins ef upp kemur öryggisbrestur? Hvers vegna er munur á viðbrögðum manna undir álagi? Hvernig er vinnustaðamenningin? Álagsstreita - áfallastreita. Hver eru birtingarform viðbragðanna? Forvarnir.
Rudolf Rafn Adolfsson, Landspítalinn

13:50    Umræður

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Aðalsteinn Jónsson, Cyren


20220406 121122
20220406 130605
20220406 130612
20220406 130645
20220406 130653
20220406 130705
20220406 130709
20220406 130742
20220406 130754

  • >Félagsmenn Ský:     6.500 kr.
    Utanfélagsmenn: 11.000 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 4.500 kr.
  • Djúpsteiktur þorskur í orly, sætar franska kartöflur, hrásalat og tartarsósa
    Kaffi/te og sætindi á eftir