Hvað er í gangi? - Stafræn framþróun fyrir opinbera aðila
Á viðburðinum er farið yfir lausnir sem eru og hafa verið þróaðar fyrir opinbera aðila, ríki og sveitarfélög.
Viðburðurinn er fyrir alla sem áhuga hafa á stafrænni umbreytingu og þróun stafrænna lausna fyrir hið opinbera.
Dagskrá:
11:55 Útsending hefst
12:00 Stafræni verkefnastjórinn C3PO: Um stafræna vegferð og verkefna- og vörustýringu
Reykjavíkurborg hefur sett sér háleit markmið varðandi stafræna vegferð og hluti af því felst í faglegri verkefna- og vörustýringu sem tekst á við allar þær áskoranir á ánægju sem felst í því að starfa í þjónustu við borgarbúa.
Hugrún Ösp Reynisdóttir og Þröstur Sigurðsson, Reykjavíkurborg
12:20 Minni sóun með stafrænni þjónustu
Einar Gunnar mun fara yfir hvernig stafræn þjónusta er umhverfisvænni fyrir ríkisreksturinn og hvernig hægt er að minnka sóun í víðu samhengi. Ráðuneyti og stofnanir þurfa til dæmis að leggja áherslu á að flytja gögn en ekki fólk á milli staða til að bæta upplifun viðskiptavina, geta tekið betri og upplýstari ákvarðanir en ekki síst til að lágmarka kolefnisfótspor sitt.
Einar Gunnar Thoroddsen, fjármála- og efnahagsráðuneytið
12:40 Innskráning fyrir alla!
Hrefna Lind mun fjalla um eitt af lykilverkefnum Stafræns Íslands, innskráning fyrir alla. Hvernig tryggjum við að allir landsmenn geti nýtt sér stafrænar lausnir án þess að fórna öryggi ? Hver er staðan á verkefninu og hverjar eru áskoranir við það.
Hrefna Lind Ásgeirsdóttir, Stafrænt Ísland
13:00 Hluti af lausninni: lögin í nýsköpuninni
Lögfræðingar gegna mikilvægu hlutverki í stjórnsýslunni. En hvert er hlutverk þeirra í stafrænum verkefnum stjórnsýslunnar? Hvaða áhrif hefur það á verkefni að fá lögfræðing inn á lokametrum hönnunar nýrra lausna? Er tæknin með innbyggða lögfræðiþekkingu?
Aldís Geirdal Sverrisdóttir, Reykjavíkurborg
13:15 Stafraen.sveitarfelog.is - lausnatorgið og kistan
Sveitarfélögin eru í formlegu samstarfi um stafræna umbreytingu og hefur vefurinn stafraen.sveitarfelog.is verið í þróun um nokkuð skeið þar sem sveitarfélög geta miðlað nettum lausnum, reynslusögum, leiðbeinandi efni og verklagi sína á milli. Hrund mun einnig segja frá áhættugreiningu kennsluhugbúnaðar sem þróað hefur verið á vefinn og nýst getur öllum skólum landsins.
Hrund Valgeirsdóttir, Samband íslenskra sveitarfélaga
13:30 Fundarslit
Fundarstjóri: Íris Huld Christersdóttir, fjármála- og efnahagsráðuneytið
-
12. janúar 2022
-
kl. 12:00 - 13:30
-
Fjarfundur á ZOOM
-
Félagsmenn Ský: 2.500 kr.
Utanfélagsmenn: 5.000 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 2.500 kr.