Skip to main content

Heilbrigðisráðstefnan: Geta kerfin virkað eins og legókubbar?

Fyrirlesarar

Nýsköpunarfyrirtæki, þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og heilbrigðisstofnanir þróa lausnir sem styðja við sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk með ýmsum hætti. Ekkert eitt kerfi getur gert allt, en með því að raða saman kerfum og kerfisbútum er hægt að komast nálægt því. Erindi dagsins munu fjalla um það hvernig nýjar heilbrigðistæknilausnir tengjast þeim kerfum sem eru nú þegar til staðar í heilbrigðisþjónustunni.

Dagskrá

11:50   Húsið opnar

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Flutningur heilbrigðisgagna á milli kerfa
Kynntir verða helstu möguleikar sem í boði eru í dag til að flytja heilbrigðisgögn á milli kerfa ásamt því að kynna næstu skref í átt að frekari samþættingu.
Ingi Steinar Ingason, sviðsstjóri hjá miðstöð rafrænna heilbrigðislausna, embætti landlæknis

12:50   Landspítalaappið - skjólstæðingurinn í öndvegi
Vorið 2020 spratt upp sú hugmynd að færa gögn og upplýsingar innri kerfa nær sjúklingum og aðstandendum. Styrkur fékkst frá ráðuneyti til að þróa app sem gerir sjúklingum kleift að nálgast upplýsingar um innlögn og viti þannig ætíð hvað fram undan sé á meðan á dvölinni á spítalanum stendur. Fyrsta útgáfa kom út í desember 2020, önnur útgáfa í maí 2021. Þróun Landspítalaapps hefur verið tekin lengra og hægt verður að skoða þar þróun lífsmarka, svara spurningalistum og opna fyrir aðstandanda aðgang. Stefnt er að nýrri útgáfu í febrúar 2022.
Adeline Tracz,  verkefnastjóri í framþróun og nýsköpun hjá Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítala

13:10   Innleiðing RetinaRisk á Landspítalann
RetinaRisk eru að ljúka innleiðingu á Landspítalann þar sem algoritminn vaktar heilsugögn innan kerfa LSH og stýrir augnskimun. RetinaRisk algoritminn blandar saman gögnum sem vanalega koma frá mismunandi deildum til að heildrænt meta áhættu hvers sjúklings fyrir sig. Í viðbót við þessa innleiðingu geta sjúklingar notað RetinaRisk appið til að sjálf setja inn gögn sem afritast inn í sjúkraskrárkerfi LSH og bætir það eftirlit án aukins kostnaðar. Rætt verður líka um framtíðarmöguleika á þessu samstarfi.
Ægir Þór Steinarsson vöruþróunarstjóri hjá RetinaRisk

13:30  Sandkassinn – örugg þróun ábyrgrar gervigreindar í heilbrigðisþjónustu
Persónuvernd, í samstarfi við Embætti landlæknis og Stafrænt Ísland, hyggst setja á fót svokallaðan sandkassa (e. regulatory sandbox) fyrir aðila sem hafa hug á að þróa gervigreind í heilbrigðisþjónustu. Um er að ræða tilraunaverkefni sem mun ljúka með útgáfu leiðbeininga og niðurstaðna um þær persónuverndaráskoranir sem viðkomandi aðilar stóðu frammi fyrir og hvernig leyst var úr þeim, m.a. með leiðbeiningum frá Persónuvernd. Vigdís ætlar að greina frá verkefninu, markmiði þess og hvað mun gerast í sandkassanum.
Vigdís Eva Líndal, sviðsstjóri erlends samstarfs og fræðslu hjá Persónuvernd

13:45   Umræður og spurningar
Opið fyrir spurningar úr sal

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi hjá Island.is


20220216 122545
20220216 122624
20220216 122723
20220216 122725
20220216 122739
20220216 122750
20220216 122755
20220216 122757
20220216 131541
20220216 131543
20220216 131558
20220216 140009
20220216 140010
20220216 140018
20220216 140410

  • Félagsmenn Ský:     6.500 kr.
    Utanfélagsmenn: 11.000 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 4.500 kr.
  • Pestófylltar kjúklingabringur með stökku kartöflusmælki, rótargrænmeti og rósmarínsósu
    Kaffi/te og sætindi á eftir