Skip to main content

Framtíð fjarskipta á Íslandi

Framtíð fjarskipta á Íslandi

8. desember 2021         kl. 12:00 - 13:30

Verð
Félagsmenn Ský:     2.500 kr.
Utanfélagsmenn:    5.000 kr.
Aðilar utan vinnumarkaðar: 2.500 kr.
 

Kaupa aðgang að upptöku

Skjámynd 2021 12 02 093053

Fjarskiptafyrirtæki Íslands eru að selja óvirka og/eða virka fjarskiptainnviði sína. Áhyggjur heyrast úr þjóðfélaginu um áhrif á verð, þjónustu og framtíð fjarskipta.

Áhugaverður fundur fyrir alla þá sem láta sig framtíð fjarskipta og innviða á Íslandi varða.

Dagskrá

11:55   Útsending hefst

12:00   Framsaga
Fjarskiptafyrirtæki Íslands eru að selja óvirka og/eða virka fjarskiptainnviði sína. Þessir innviðir eru grundvöllur allra fjarskipta og afar mikilvægt er að tryggð verði áframhaldandi góð virkni  og uppbygging. Farið verður yfir málefnið frá sjónarhóli þeirra sem allt veltur á að fjarskipti virki  fyrir öryggi almennings.
Magnús Hauksson, rekstrastjóri Neyðarlínu og fjarskiptaverkfræðingur

12:20   Sala óvirkra innviða Sýnar
Seljandi lýsir frá högum sölunnar og sinni sýn á verkefnið til framtíðar. Hvernig verður með framtíðar uppbyggingu fjarskiptakerfa? Samkeppnishæfni fyrirtækja og arðsemi. Hver er stefnan?
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar

12:40   Sýn stjórnmálamanns um innviði, sölu þeirra og öryggi. Er lagaumgjörð á Íslandi nægilega sterk?
Sýn stjórnmálamanns á sölu innviða og hvernig framtíð fjarskipta er fyrir komið hjá erlendum eigendum. Er lagaumgjörð nógu sterk á íslandi?
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar

13:00   Spurningar og umræður

13:30   Fundarslit

Fundarstjóri: Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins



  • 8. desember 2021