Skip to main content

Sjálfvirknivæðingin

Sjálfvirknivæðingin

26. maí 2021         kl. 12:00

Verð
Félagsmenn Ský:     1.500 kr.
Utanfélagsmenn:    3.000 kr.
 

Sjálfvirknivæðing er leið til að gera síendurtekna og tímafreka vinnu sjálfvirka. Á þessum hádegisfundi ætlum við að fjalla um nokkrar leiðir sem geta hjálpað okkur við að ná því takmarki, t.d. með nýtingu spjallmenna og gervigreindar.

Viðburðurinn er fyrir alla sem hafa áhuga á hugbúnaðargerð, hvort sem þeir eru hönnuðir, forritarar, verkefnastjórar eða rekstrarfólk. Stjórn faghóps Ský um hugbúnaðargerð ber veg og vanda að undirbúningi fundarins.

Dagskrá:

11:55   Útsending hefst

12:00   Sjálfvirknivæðing með aðstoð gagna vísinda og gervigreindar
Ferlar, vörur og þjónustur eru í auknum mæli drifin áfram af gagnadrifnum og snjöllum lausnum. Slíkar lausnir leysa með sjálfvirkum hætti verkefni sem áður var ómögulegt að leysa án aðkomu mannlegrar greindar eða vitsmuna en á stærri skala og sífellt betur.
Brynjólfur Borgar Jónsson, Datalab

12:20   Daglegt líf spjallmennis
Fjallað verður um hvað spjallmenni fást við dags daglega, hvernig þau eru búin til og hvað gerist á bak við tjöldin.
Gunnar Dagbjartsson, Reon

12:40   Sjálfvirknivæðingar, hagnýt dæmi og hvernig get ég tekið fyrstu skrefin?
Í þessum fyrirlestri verða sýnd dæmi um not á sjálfvirknivæðingarverkfærum og hvernig þau geta bæði framkvæmt fyrirfram skilgreind ferli og að hluta líkt eftir mannlegri framkvæmd (RPA) við vinnslu upplýsinga. Sýnd verða dæmi þar sem vinnuflæði (Flow) eiga samskipti við ytri kerfi til að auðga frekar upplýsingar og vinnslu gagna.
Ágúst Björnsson, ST2

13:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Linda Björk Bergsveinsdóttir, Ský

Athugið að viðburðurinn er í BEINNI útsendingu og ekki hægt að horfa síðar eða spóla til baka.



  • 26. maí 2021