Skip to main content

Stelpur og tækni (Girls in ICT Day)


stelpur og taekni

Stelpur og tækni dagurinn (Girls in ICT Day) verður haldinn í áttunda sinn á Íslandi þann 19. maí 2021. Dagurinn er haldinn víða um heim af ITU (International Telecommunication Union), samtökum um upplýsinga- og samskiptatækni innan Sameinuðu þjóðanna.

Dagurinn verður haldinn með rafrænum hætti annað árið í röð. Það jákvæða við það er að hægt er að bjóða stelpum í 9. bekk í öllum grunnskólum landsins að vera með.

Markmiðið með þessum degi er að kynna ýmsa möguleika í tækninámi sérstaklega fyrir stelpum í 9. bekk grunnskóla og opna þannig augu þeirra fyrir þeim framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar hafa að bjóða, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn.

Byrjað er á sameiginlegri dagskrá sem verður streymt til allra þátttökuskólanna og að henni lokinni verður boðið upp á vinnustofur.

Gert er ráð fyrir að dagskráin standi yfir frá kl 9.00 til 12.00.

GirlsInICT



  • 19. maí 2021