Skip to main content

Netöryggi er á ábyrgð okkar allra

Netöryggi er á ábyrgð okkar allra
(í beinni útsendingu)

 28. október 2020 kl. 12:00 - 13:00

Verð
Félagsmenn Ský:     1.500 kr.
Utanfélagsmenn:    3.000 kr.
 

Á þessum skrýtnu tímum sem við erum að lifa núna hefur orðið mikil aukining í rafrænum samskiptum af ýmsu tagi. Þessi breytti veruleiki opnar á ýmsar öryggishættur sem mikilvægt er að notendur séu vakandi fyrir. Á ráðstefnunni verður farið yfir atriði sem notendur ættu að hafa í huga sem og úrræði sem grípa má til.

Dagskrá

11:55   Útsending hefst 

12:00   Fundur settur

12:00   Hver ber ábyrgð á notkun rafrænna skilríkja?
Fjölmargar þjónustur á Íslandi nýta rafræn skilríki í samskiptum við viðskiptavini. Í þessum samskiptum hafa þjónustuveitandi, skilríkjahafi og útgefandi skilríkja aðkomu og bera mismunandi ábyrgðir. Í fyrirlestrinum verður farið yfir málin og ábyrgðir aðila ræddar.  
Haraldur Bjarnason, Auðkenni

12:15   Hvers vegna ertu bara einn?
Farið verður yfir hvernig og hvers vegna fyrirtæki breytir úr því að hafa einn starfsmann með upplýsingaöryggi að aðalstarfi yfir í öryggisteymi skipað blá- og rauðliðum. 
Ebenezer Þ. Böðvarsson, SaltPay

12:30   Verndun heilbrigðisupplýsinga
Upplýsingar um heilsufar eru viðkvæmar persónuupplýsingar. Með hraðri þróun rafrænna heilbrigðislausna og vaxandi kröfu um fjartengingar í heilbrigðisþjónustu er mikilvægt að tryggja persónuvernd og friðhelgi einkalífs, en jafnframt að áreiðanleiki og gæði heilbrigðisupplýsinga séu viðunandi.
Arnaldur F. Axfjörð, Embætti landlæknis

12:45   Óvissustig fjarskiptageirans
Í september var í fyrsta sinn virkjuð viðbúnaðaráætlun CERT-IS og fjarskiptageirans sem tók gildi árið 2017. Var það gert til að bregðast við DDoS for ransom hótun sem talin var ógn við mikilvæga innviði. Fjallað verður um atvikið sem um ræðir en einnig um áhættumat og ferla sem ræstir eru til að bregðast við stórum öryggisatvikum og ógnum.
Kristján Valur Jónsson, CERT-IS

13:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Hildur Jónsdóttir, Origo

Tengill á útsendinguna verður sendur á skráða þátttakendur í tölvupósti áður en útsending hefst
Athugaðu junk/rusl/spam möppuna ef þú finnur ekki póstinn frá sky@sky.is



  • 28. október 2020