Skip to main content

Nýsköpunarkapphlaupið - Hvernig verður nýsköpunarhugmynd að veruleika?

Nýsköpunarkapphlaupið
Hvernig verður nýsköpunarhugmynd að veruleika?

Verð
Félagsmenn Ský:     1.500 kr.
Utanfélagsmenn:    3.000 kr.
 

 

Víða er kallað eftir nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Frumkvöðlar og væntanlegir notendur ráða ráðum sínum og hefjast handa. Stuðningur er í boði í formi ýmissa styrkja og nýsköpunarhraðla á hugmynda- og þróunarstigi en hvað gerist svo? Hvernig kemst nýsköpunarlausn í almenna notkun og verður að veruleika? 

Á þessum viðburði lítum við til nýyfirstaðins heilbrigðismóts og skoðum ferilinn frá fjármögnun hugmyndar að innkaupum og rekstri ásamt því að heyra af NHS hraðlinum í Englandi. Við fáum kynningar  á verkefnum sem fengu fjármagn úr fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar til þess að auka nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Stefnt er á að fylgja þessum verkefnum eftir og taka stöðuna aftur á heilbrigðisráðstefnunni 24. febrúar 2021.

Dagskrá:

11:55   Opnað fyrir útsendingu 

12:00   Fjárfesting í nýsköpun í heilbrigðisþjónustu
Íris Huld Christersdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu

12:15   Nýsköpun og samkeppni – tækifæri og áskoranir innan reglna um opinber innkaup
Guðrún Birna Finnsdóttir, sérfræðingur hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

12:30   Örkynningar á verkefnum sem fengu fjármögnun úr fjárfestingarátaki

12:45   NHS hraðallinn
Hvað er NHS hraðallinn (NHS Accelerated Access Collaborative)? Hvaða verkefni hafa verið unnin? Getum við lært af þessu á Íslandi?
Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri SAk

13:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Daníel Ásgeirsson, Landspítali

Tengill á útsendinguna sendur á skráða þátttakendur í tölvupósti áður en útsending hefst
Athugaðu junk/rusl/spam möppuna ef þú finnur ekki póstinn frá sky@sky.is



  • 21. október 2020