Hugbúnaðarráðstefnan - Tækifærin í hugbúnaðargeiranum
Hugbúnaðarráðstefnan
Tækifærin í hugbúnaðargeiranum
Dagskrá hugbúnaðarráðstefnunnar í ár er fjölbreytt og spennandi að vanda. Skoðuð verða tækifæri dagsins í dag við app þróun og farið yfir kosti og galla útvistunar. Skyggnst verður inn í hvað næsta útgáfa Microsoft .NET mun hafa í för með sér, en margir bíða útgáfu 5.0 með eftirvæntingu. Að síðustu er vert að spyrja sig á þessum viðsjárverðu tímum hvort hægt sé að forrita hamingjuna en um það fáum við nú loksins svar.
Ráðstefnan er fyrir alla sem hafa áhuga á hugbúnaðargerð, hvort sem þeir eru hönnuðir, forritarar, verkefnastjórar eða rekstrarfólk. Stjórn faghóps Ský um hugbúnaðargerð ber veg og vanda að undirbúningi ráðstefnunnar.
Dagskrá:
11:55 Útsending hefst
12:00 Fundur settur
12:01 Vannýtt sóknarfæri appa
Tækifæri appanna hafa aldrei verið meiri en í dag. En vegna vannýtingar á þeim eru alltof mörg sóknartækifærin sem fljúga útum gluggann vegna rangrar nálgunar á stafrænni markaðssetningu.
Raquelita Rós Aguilar, Stokkur Software
12:15 Kostir og gallar útvistunar á upplýsingatækni
Hverjar eru helstu áskoranir við að útvista upplýsingatækni, hvað fæ ég útúr því og hvernig á ég að byrja?
Vilhjálmur Gunnarsson, 300Brains
12:30 Hvað er .net5 og hverju mun það breyta?
Geir mun renna yfir vegferðina að .net5 og hvaða áhrif útgáfan hefur á forritunar- og rekstrarumhverfi.
Geir Sigurður Jónsson, Center.is
12:45 Getum við forritað hamingju?
Síðan hún man eftir sér, hefur Gamithra litið á sig sem opinn hugbúnað, og leitað leiða til þess auka vellíðan og framleiðni sína og annarra á kerfislægan hátt - en er það skalanlegt? Í fyrirlestrinum mun hún fjalla um ævintýri sín og tilraunir hennar til þess að beita nálgunum eins og leikjavæðingu, hvötum og gegnsæi í atvinnulífinu.
Gamithra Marga, CCP
13:00 Fundarslit
Fundarstjóri: Ragnheiður H. Magnúsdóttir, sjálfstætt starfandi ráðgjafi
-
11. nóvember 2020