Kerfisstjórinn heima; hætturnar, letin og raunveruleikinn
Kerfisstjórinn heima;
hætturnar, letin og raunveruleikinn
Utanfélagsmenn: 3.000 kr.
Aðstæður eru breyttar og kerfisstjórar eins og aðrir vinna núna mikið heiman frá sér. Hverjar eru hætturnar sem eru fólgnar í því? Ná þeir að sinna því sem þeir eiga að gera heima? Vekur þetta upp stóru „letina“ í þeim eða gera þeir hvort sem ekkert? Að mörgu er að huga í landslagi ógna og kerfisstjórinn er kominn heim í „lazy-umhverfið“ sitt, hvernig er raunveruleikinn í dag?
Dagskrá:
11:55 Opnað fyrir útsendingu
12:00 Unnið hvar sem er - gögn út um allt!
Með aukinni kröfu um smitvarnir og sóttvarnarhólf bæði í raunheimum og til að verjast tölvuóværum þarf að huga að nýju landslagi í ógnum og vörnum upplýsinga og upplýsingakerfa. Til að bregðast við breyttu vinnulagi hefur þurft að grípa til bæði skipulagðra og óskipulagðra aðgerða til að tryggja órofinn rekstur, höfum við skapað okkur óásættanlegt öryggi og sitjum við svo uppi með upplýsingaóræðu í kjölfarið?
Tryggvi R. Jónsson, Trigger Ráðgjöf
12:20 Mastering the laziness
Hvað er að tileinka sér leti? Afhverju er gott að hafa “latan” kerfisstjóra. Jón Helgason sem hefur 25+ ára reynslu í IT talar um sína eigin reynslu og fer yfir það í hverju það felst að tileinka sér leti í vinnubrögðum. En hann hefur mikið pælt í þessu hugtaki og kynnt sér þessa vinnuaðferð, ef svo má kalla.
Jón Helgason, Ísam
12:40 Raunveruleiki kerfisstjórans
Hvernig bregst hinn almenni kerfisstjóri á Íslandi við þegar hann er sendur heim að vinna. Er þetta jákvæð þróun eða neikvæð og er heimavinnan komin til að vera? Hverjar eru helstu áskoranir, hætturnar, kostirnir eða gallarnir?
Stefán Örn Viðarsson, Marel
13:00 Fundarslit
Fundarstjóri: Snæbjörn Ingi Ingólfsson, Origo
Tengill á útsendinguna verður sendur á skráða þátttakendur í tölvupósti áður en útsending hefst
Athugaðu junk/rusl/spam möppuna ef þú finnur ekki póstinn frá sky@sky.is
-
30. september 2020