Hverju breytir þessi þróun til framtíðar?
- FJARRÁÐSTEFNA í beinni útsendingu -
Vekjum athygli á að einungis skráðir þátttakendur fá sent boð í útsendinguna á það netfang sem notað er við skráningu. Útsendingin er lokuð öðrum.
Hverju breytir þessi þróun til framtíðar?
Aukin stafræn þjónusta á tímum COVID-19
Utanfélagsmenn: 3.000 kr.
Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa þurft að bregðast skjótt við því ástandi sem hefur verið eftir að COVID-veiran fór að greinast. Í sumum tilfellum hefur verið stigið stórt skref í að auka þjónustu við viðskiptavini yfir á netið. Í þeim fjórum erindum sem flutt verða á fundinum verður m.a. velt upp þeim spurningum hvort þessar breytingar séu komnar til að vera, hvaða áhrif þær hafa til lengri tíma og hvort sá skammi tími sem var til breytinga hafi haft neikvæð áhrif. Fyrirlesarar koma úr ólíkum greinum atvinnulífsins en hafa öll reynslu af því að takast á við breytt umhverfi með því að vinna að aukinni stafrænni þjónustu.
Dagskrá:
11:55 Opnað fyrir útsendingu
12:00 Allt á fullu
Þegar hefja á stafræna vegferð er mikilvægt að skyggnast eins langt fram í tímann og kostur er og smíða lausnir sem hugsaðar eru fyrir viðskiptavini framtíðarinnar. Snjallverslun Krónunnar hóf rekstur langt á undan áætlun í miðjum Covid-19 faraldri til þess að leggja sitt af mörkum gagnvart viðkvæmum hópum og framlínustarfsmönnum.
Renata Sigurbergsdóttir Blöndal, Krónan
12:15 Þjónusta í gegnum lokaðar dyr
Áskoranir framlínu hafa verið margvíslegar í gegnum árin en fáar eins stórar og að halda uppi þjónustustigi án þess að hleypa viðskiptavininum inn. Allir þurfa að læra hratt, aðlagast nýjum aðstæðum og það að vera lausnadrifinn verður mikilvægasti eiginleikinn.
Hildur Kristmundsdóttir, Íslandsbanki
12:30 Hvað gerum við nú?
Í lok febrúar þurfti að bregðast snögglega við að lágmarka áhrif lokunar skólans á framvindu náms fjölda nemanda og veita sem bestan stuðning í ljósi erfiðra aðstæðna og gegndi upplýsingatækni þar lykilhlutverki.
Arnar Egilsson, Háskólinn í Reykjavík
12:45 Heilsuvera til þekkingar og verndar; Snjöll lausn á tímum COVID-19
Þegar ljóst var að heimsfaraldur COVID-19 hafði teygt rætur sínar til Íslands þurfti að hafa hraðar hendur til að tryggja að hægt væri að veita áfram góða og skilvirka heilbrigðisþjónustu og jafnframt að vernda íbúa landsins sem best gegn smiti. Þar sannaði heilbrigðisgáttin Heilsuvera mikilvægi sitt.
Guðrún Auður Harðardóttir, Embætti landlæknis
13:00 Fundarslit
Fundarstjóri: Þóranna K. Jónsdóttir, Samtök verslunar og þjónustu
-
23. september 2020