Skip to main content

Hugbúnaðarráðstefnan - Hönnun hugbúnaðar, frá viðmóti til örþjónusta

 

Hugbúnaðarráðstefnan
„Hönnun hugbúnaðar, frá viðmóti til örþjónusta“

Verð
Félagsmenn Ský:    6.400 kr.
Utanfélagsmenn: 10.500 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 4.000 kr.

Matseðill
Kjúklingur með heimagerðri Tikka Masala sósu, Nan brauð og ferskt salat
Sætindi / kaffi/te á eftir
 

Hugbúnaðarráðstefnan er fjölbreytt að þessu sinni og fer á ferðalag um verkferli hugbúnaðargerðar allt frá hönnun til uppsetninga og reksturs. Farið verður yfir hvernig grafískir hönnuðir bera sig að og hvernig hægt er að tengja hönnun við verkferlið í upphafi. Enn fremur verður skyggnst inn í nýjustu tísku í arkitektúr hugbúnaðarkerfa og af hverju við ættum að hugsa um gagnagreiningu strax í þróunarferlinu í stað eftir á.

Ráðstefnan er fyrir alla sem hafa áhuga á hugbúnaðargerð, hvort sem þeir eru hönnuðir, forritarar, verkefnastjórar eða rekstrarfólk. Stjórn faghóps Ský um hugbúnaðargerð ber veg og vanda að undirbúningi ráðstefnunnar.

Dagskrá

11:50   Afhending gagna 

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Orð eru til alls fyrst í hönnun
Hönnun án innihalds er í besta falli skot í myrkri. En hvað gerum við þegar efnið skilar sér ekki? Umfjöllun um efnismiðaða nálgun í hönnun fyrir stafrænar vörur og þjónustu.

Helgi Páll Einarsson, Kosmos & Kaos

12:40  Hönnunarsprettir sem virka
Hönnunarsprettir eru á allra vörum en hvernig má nýta þá til að auka virði, skapa framtíðarsýn og hrinda betra hugarfari í framkvæmd? Reynslusögur um hönnunarspretti og hvernig það má hámarka árangur þeirra hratt. 
Anna Signý Guðbjörnsdóttir, Kolibri 

13:00   How to make sure analytics isn't a blocker for product development
Product development moves at lightning speed today. Our analytics cannot be a blocker. But – spoiler alert – when we don't have the right processes and infrastructure around it, our analytics will be a blocker.
Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, Avo

13:20   Örþjónustur - tíska eða snilld?
Þessa dagana eru örþjónustur (e. micro services) eitt heitasta umræðuefnið hjá forriturum í netheimum. Spurningin er hvort þær séu besta leiðin til að haga stóru tölvukerfi eða hvort þetta sé bara tískubylgja? Fjallað verður um kosti og galla örþjónusta og vegferð Alfreðs yfir í örþjónustur.
Andri Már Þórhallsson, Alfreð

13:40  Hvað má læra af fyrirtækjum þar sem  ekkert má út af bera
Það er margt sem getur farið úrskeiðis í flóknum verefnum. Í fyrirlestrinum er fjallað um hvað megi læra af fyrirtækjum sem beita stjórnun sem krefst mikils áræðileika (e. High Reliability Management) til að tryggja árangur og öryggi í hugbúnaðarþróun og -rekstri.
Haukur Ingi Jónasson, Nordica ráðgjöf

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Kristjana Björk Barðdal, Reboot Hack


20191106 114633
20191106 130848
20191106 130943
20191106 131000
20191106 131151
20191106 140905
20191106 140910
20191106 140931

  • 6. nóvember 2019