Skip to main content

Erum við berskjölduð í Skýinu

 

Erum við berskjölduð í Skýinu

Verð
Félagsmenn Ský:    6.400 kr.
Utanfélagsmenn: 10.500 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 4.000 kr.

Matseðill
Smjörsteiktur þorskhnakki með nýpumauki, blönduðu grænmeti, kartöflusmælki og fennelbættri humarsósu. Sætindi / kaffi / te á eftir
 

Á fundinum verður farið yfir hvað skýjalausnir eru og hvað ber að hafa í huga þegar farið er í þá vegferð að „skýjavæða“ núverandi lausnir eða þjónustur. Stafar okkur hætta af því að byrja að nýta skýjalusnir? Er það yfir höfuð öruggt eða löglegt að setja hvað sem er í skýið? Hvaða ráðstafanir þurfum við að huga að til að verja gögnin okkar í skýinu? Þetta eru bara örfáar af þeim spurningum sem við viljum reyna að svara fundinum. Reynt verður að nálgast viðfangsefnið frá mörgum mismunandi hliðum og því mjög líklegt að það verði eitthvað fyrir alla.

Fundurinn er hugsaður fyrir alla sem hafa áhuga á skýjalausnum hvort sem þeir eru forritarar, verkefnastjórar, stjórnendur eða öryggisgúrúar.

Dagskrá

11:50   Afhending gagna 

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20   Skrifstofan í skýinu
Fjallað verður um mismunandir gerðir skýja (Iaas, SaaS, PaaS os.fr.) og hvernig ský henta fyrir mismunandi aðgerðir. Fjallað verður ítarlega um öryggislausnir í Office 365 og að hverju notendur Office 365 þurfa að huga til að tryggja öryggi ganga sinna.
Steingrímur Óskarsson, Advania

12:40   Hindranir í flutningi gagna
Kynning á norskri skýrslu um könnun á hindrunum á flutningi gagna út fyrir landsteina Noregs. Í fyrirlestrinum verður farið yfir hvers vegna farið var í þessa könnun, niðurstöðurnar og afleiðingar á lögin/breytingar á lögum.
Hólmfríður Sigríður Jónsdóttir, Fjármálaráðuneytið

13:00   Lagalega hliðin á skýinu
Fjallað verður um praktísk áhrif lagareglna á skýjaþjónustur, einkum reglna um persónuvernd og ákvæða nýrra laga um öryggi mikilvægra innviða.
Hörður Helgi Helgason, Landslög

13:20   Treystir þú skýinu fyrir aleigunni?
Hvernig seturðu nútímabanka upp í skýinu á öruggan hátt? Farið yfir helstu áskorarnir og tækifæri við útvistun vefþjónusta til skýjaþjónustuaðila.
Steinar Hugi Sigurðsson, Indó

13:40   Pallborðsumræður

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Halla Gunnarsdóttir, Forsætisráðuneytið


20191023 133657
20191023 133701
20191023 133707
20191023 133717
20191023 133734
20191023 134802
20191023 134810
20191023 134902
20191023 134909
20191023 135027

  • 23. október 2019