Er þetta heilbrigt?
Hádegisfundur á Grand hóteli
15. apríl 2015 kl. 12-14
“Er þetta heilbrigt?”
Það hefur lengi verið á stefnuskrá stjórnvalda að þróa eina miðlæga þjónustugátt fyrir fólk og fyrirtæki. Samræmdur arkitektúr og samvirkni kerfa hefur líka verið lengi í deiglunni. Margir spyrja sig líka þeirra spurningar hvort ekki sé nóg að bjóða upp á eina leið til auðkenningar.
Við ætluðum að hafa eina þjónustugátt, en þær eru margar.
- Við ætluðum að samræma gagnaþjónustur, en hver talar með sínu nefi.
- Við ætluðum að samræma gögn, en gagnaflæði er óskipulagt.
Fundurinn fjallar um stöðuna eins og hún er í dag. Hvernig vinnum við úr þessari stöðu? Sjáum við bara vandamál eða eru tækifæri í stöðunni? Hvaða tækifæri eru til samvinnu?
Dagskrá:
11:50-12:05 Afhending gagna
12:05-12:20 Fundur settur og hádegisverður borinn fram
12:20-12:40 Það er val um auðkenningarleiðir. Nýr staðall til að meta áhættu.
Hörður Helgi Helgason, Landslög
12:40-13:00 Rafræn samskipti í heilbrigðisþjónustu
Birgir Finnson, TM Software
13:00-13:20 Er þörf fyrir millilag til að auka samvinnu og samvirkni kerfa?
Þorsteinn Sverrisson, Advania
13:20-13:40 Hvað er svona merkilegt við GOV.UK?
Björn Sigurðsson, forsætisráðuneyti
13:40-14:00 Allar þessar gáttir, hver eru vandamálin og hver eru tækifærin?
Hjörtur Grétarsson, Þjóðskrá Íslands
Fundarstjóri: Marta Kristín Lárusdóttir, Háskólinn í Reykjavík
Undirbúningsnefnd: FÓKUS, faghópur um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu og Faghópur um rafræna opinbera þjónustu.
Matseðill: Buritos með nautastrimlum og grænmeti. Konfekt / kaffi /te á eftir.
Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský: 5.500 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn: 8.900 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 3.500 kr.
-
15. apríl 2015