Endurmenntun með upplýsingatæknina að vopni
Hádegisfundur á Grand hóteli
25. mars 2015 kl. 12-14
Endurmenntun með upplýsingatæknina að vopni
Twitter: @SkyIceland #EndurmenntunStm
Rætt verður um endurmenntun hjá fyrirtækjum. Farið verður yfir helstu áskoranir fræðslustjóra í dag og skoðað hvernig fyrirtæki glíma við þær og nýta til þess upplýsingatæknina. Rætt verður um starfssamfélög á netinu (e. Communities of practise) og hvernig starfsmenn geti tekið ábyrgð á eigin fræðslu, kíkt verður á nokkrar lausnir sem standa fyrirtækjum til boða ásamt því að hlýða á reynslusögur frá fyrirtækjum.
Ráðstefnan er ætluð fræðslu- og starfsmannastjórum fyrirtækja og þeim sem hafa áhuga á hvernig við getum nýtt okkur kosti upplýsingatækninnar til þess að fræðast um þau málefni sem skipa okkur máli í daglegu starfi.
Dagskrá:
11:50-12:05 Afhending gagna
12:05-12:20 Fundur settur og hádegisverður borinn fram
12:20-12:30 Fullorðinsfræðsla og upplýsingatækni
Hermann Jónsson, fræðslustjóri Advania
12:30-12:50 Arenas for learning (fjarfundur-upptaka)
Alastair Creelmann Linnaeus University, Svíþjóð
12:50-13:05 Starfsmenntun með fjarnámskeiðum - endurmenntunarstefna Microsoft
Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi
13:05-13:25 Menntafyrirtæki ársins
Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, Marel
13:25-13:40 Hvað er í boði fyrir fyrirtæki?
Sigurður Friðriksson, skólastjóri Promennt
13:40-14:00 Starfssamfélög á netinu: Starfsþróun á 21. öld
Tryggvi Thyaer, HÍ, Menntamiðjan
14:00 Fundarslit
Fundarstjóri: Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir, Locatify
Undirbúningsnefnd: Dröfn Guðmundsdóttir - Nýherja, Inga S. Björgvinsdóttir - Promennt, Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir - epli.is, Sigrún Gunnarsdóttir - Wise, Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir - Locatify og Hróbjartur Árnason - Háskóla Íslands.
Matseðill: Djúpsteikt langa í tempura með krydduðum hrísgrjónum og salati. Konfekt / kaffi /te á eftir.
Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský: 5.500 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn: 8.900 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 3.500 kr.
-
25. mars 2015