Innri samskiptamiðlar
Jóla-hádegisfundur á Grand hótel þriðjudaginn
10. desember kl. 12-14
Samvinna starfsmanna með innri félagsmiðlum
og aldamótakynslóðin
(e. Enterprise Social Networking and the Millenials)
Twitter: @SkyIceland #InnriMidlar
Aldamótakynslóðin er stór áhrifavaldur í þróun innri kerfa fyrirtækja og má rekja nýjar vinnuaðferðir til yngra fólks sem kemur á vinnumarkaðinn með aðra sýn og kröfur en hefur verið við lýði áður. Nú þegar hafa komið fram ýmsar lausnir sem eiga það sameiginlegt að styðja þessa nýju hugmyndafræði, en hvað er það sem aðgreinir þessar lausnir frá hefðbundnum innri vefjum, og hvernig getum við lært af sögunni og styrkt komandi innleiðingar ?
Hvetjum alla sem hafa áhuga á framþróun og nýjum samskiptaleiðum innan fyrirtækja til að koma og hlýða á fróðlega fyrirlestra og nota í leiðinni tækifærið til að kasta jólakveðju á vini og kunningja í tölvugeiranum.
Dagskrá:
11:50-12:05 Afhending gagna
12:05-12:20 Fundur settur og hádegisverður borinn fram
12:20-12:40 Enterprise social og Yammer
Guðmundur Freyr Ómarsson, Microsoft Ísland
12:40-13:00 Saga af Yammer
Einar Geir Jónsson, Íslandspóstur
13:00-13:20 Hvað er sameiginlegt með Social Business og Bring Your Own Device?
Snæbjörn Ingi Ingólfsson, Nýherji
13:20-13:40 Hvernig RB sameinar Wiki, innri félagsmiðil og vef með Confluence
Guðmundur Tómas Axelsson, Reiknistofa Bankanna
13:40-14:00 Samskiptavettvangur í CoreData og aðrir miðlar
Gunnhildur Manfreðsdóttir og
Laufey Ása Bjarnadóttir, Azazo/Gagnavarslan
14:00 Fundarslit
Fundarstjóri: Sigrún Gunnarsdóttir, formaður stjórnar Ský
Matseðill: Fyllt kalkúnabringa með camembert og ávöxtum borið fram með kartöfluköku og villisveppasósu. Konfekt / kaffi /te
Undirbúningsnefnd: Stjórn Ský.
Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn 7.900 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar 3.000 kr.
-
10. desember 2013