Netsía fyrir Ísland
Hádegisverðarfundur 20. mars á
Grand hóteli kl. 12 - 14
"Netsía fyrir Ísland: Vænleg leið til að stemma stigu við klámi og óværum?"
Twitter: @SkyIceland #Netsia
Ath. á undan fundinum verður aðalfundur öryggishóps á sama stað.
Innanríkisráðherra hefur falið starfshópi að kortleggja úrræði lögreglu vegna dreifingar kláms á Netinu og gera tillögur að breytingum. Bent hefur verið á að klámnotkun hafi færst í aukana hér á landi en lítið hefur farið fyrir umræðu um hvaða leiðir séu tæknilega færar til að stemma stigu við aðgangi á Netinu að klámi eða öðru efni sem talið er ósækilegt.
Mikilvægt er að tæknifólk, netveitur, hýsingarfyrirtæki og þær opinberu stofnanir sem hafa með þessi málefni að gera komi að umræðu um til hvaða úrræða sé raunhæft að grípa í þessum efnum.
Öryggishópur Ský stendur fyrir hádegisfundi um þetta málefni. Fundurinn er öllum opinn en það þarf að skrá sig á hann fyrirfram.
Dagskrá:
11:50-12:05 Afhending gagna
12:05-12:15 Fundur settur og hádegisverður borinn fram
12:15-12:35 Eiga stjórnvöld að fjalla um klám?
Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra
12:35-12:55 Er þetta tæknilega framkvæmanlegt?
Theódór R. Gíslason, Syndis
12:55-13:15 Að sópa soranum undir teppið
Bjarni Rúnar Einarsson, The Beanstalks Project
13:15-13:35 Áhrif netlokunar á nýsköpun
Torfi Frans Ólafsson, CCP
13:35-14:00 Umræður og fundarslit
Fundarstjóri: Svana Helen Björnsdóttir, stjórnarformaður Stika og formaður Samtaka iðnaðarins
Undirbúningsnefnd: Hörður Helgi Helgason – Landslög, Sigurður Másson – Advania og Kristján Valur Jónsson – OZ
Matseðill: Pönnusteikt lúða með hvítvínssósu, rækjum og fetaosti.
Kaffi/te og konfekt á eftir.
Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn 7.900 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar 3.000 kr
-
20. mars 2013