Skip to main content

Aðalfundur Öryggishóps

Aðalfundur faghóps Ský um öryggismál

miðvikudaginn 20. mars kl. 11:30 á Grand hóteli
(strax á eftir fundinum verður fræðslufundur um netsíu fyrir Ísland)

Dagskrá aðalfundar er samkvæmt samþykktum faghópsins

Twitter: @SkyIceland #AdalOryggi

Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum í Ský

Fyrir fundinum liggur breytingatillaga þar sem lagt er til að breyta lögum um aðalfund félagsins í takt við aðra faghópa Ský um að halda aðalfund faghópsins sem hluta af aðalfundi Ský.

3. gr. samþykktanna hljóðar nú þannig:
„ Halda skal að minnsta kosti einn almennan fund árlega, í tæka tíð fyrir aðalfund SKÝ. Hann hefur á dagskrá tvo fasta liði auk annarra mála, frágang skýrslu til stjórnar SKÝ og stjórnarkjör. Stjórnin er kosin til tveggja ára í senn og er skipuð fimm mönnum, formanni og fjórum meðstjórnendum sem skipta með sér verkum eftir þörfum.“

Lagt er til að í stað greinarinnar komi ný grein, svohljóðandi:
„Ársfundur faghópsins skal haldinn sem hluti af aðalfundi Ský. Þar skal stjórn kynna skýrslu sína fyrir líðandi starfsár, afgreiða skal þær tillögur að breytingum á samþykktum sem hafa borist með minnst viku fyrirvara og fram skal fara stjórnarkjör, auk afgreiðsla annarra mála. Stjórnin er kosin í einu lagi til eins árs í senn og er skipuð fimm mönnum, formanni og fjórum meðstjórnendum. Stjórn skiptir sjálf með sér verkum.“

6. gr. samþykktanna hljóðar nú þannig:
„Samþykktum má eingöngu breyta á félagsfundi og skulu breytingartillögur hafa borist stjórnar með viku fyrirvara.“
7. gr. samþykktanna hljóðar nú þannig:
„Aðalfundur skal boðaður með lágmark tveggja vikna fyrirvara.“
Lagt er til að 6. og 7. gr. samþykktanna falli brott.

Greinargerð: Tillögur þessar eru lagðar fram í þeim tilgangi að fella saman ársfund faghópsins og aðalfund félagsins en flestir aðrir hópar félagsins munu þegar hafa farið þá leið á undanförnum árum. Þá er lagt til að kjörtímabil stjórnar hópsins verði til eins árs í senn, til einföldunar og samræmis við breytt fyrirkomulag ársfundar.

Gott væri ef þátttaka væri tilkynnt í formi tölvupóstar á sky@sky.is



  • 20. mars 2013