Starf vefstjórans
Hádegisverðarfundur þann 13. mars
á Grand hóteli kl. 12 - 14
"Starf vefstjórans - reynslusögur"
Twitter: @SkyIceland #StarfVef
Faghópur um vefstjórnun efnir til hádegisfundar um starf vefstjórans. Við fáum reynslusögur frá nokkrum vefstjórnendum þar sem þeir fara yfir helstu þætti í sínu starfi og segja frá áhugaverðum verkefnum sem þeir vinna að.
Allir sem starfa við við vefstjórn þekkja hvað starfið er yfirgripsmikið. Vefstjóri þarf að kunna skil á ótrúlegustu hlutum, halda mörgum boltum á lofti og vera einkar lipur í samskiptum við marga sérfræðinga.
- Hvernig fara þessir vefstjórar að?
- Er til venjulegur dagur í lífi vefstjórans?
- Hvaða lærdóma hafa þeir dregið?
Svör við þessum spurningum og fleirum fást á spennandi hádegisfundi.
Dagskrá:
11:50-12:00 Húsið opnar - gögn afhent
12:05-12:20 Fundur settur - hádegisverður borinn fram
12:20-12:40 Björn Sigurðsson, vefstjóri stjórnarráðsins
12:40-13:00 Steinunn Jónasdóttir, vefstjóri Háskólans í Reykjavík
13:00-13:20 Snæbjörn Konráðsson, forstöðumaður hjá Landsbankanum
13:20-13:40Vignir Guðjónsson, verkefnastjóri hjá Blue Lagoon
13:40-14:00 Soffía Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri mbl.is
14:00 Fundi slitið
Fundarstjóri: Díana Dögg Víglundsdóttir, vefstjóri Háskóla Íslands
Undirbúningsnefnd: Fyrir hönd stjórnar faghóps Ský um vefstjórnun: Sigurjón Ólafsson - Íslandsbanka, Einar H. Reynis - Símanum, Heiða Gunnarsdóttir - Advania og Díana Dögg Víglundsdóttir - Háskóla Íslands.
Matseðill: Þorskhnakki með tómat grænmetis -risotto , hvítlaukur olífur og tómat gremolada
Kaffi/te og konfekt á eftir.
Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn 7.900 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar 3.000 kr
-
13. mars 2013