Þjónustuborð
Hádegisverðarfundur á Grand hóteli
miðvikudaginn 10. apríl kl. 12-14
"Þjónustuborð: áskoranir, viðmið, mælingar, gæði og reynslusögur"
Twitter: @SkyIceland #ThjonustuBord
Þjónustuborð eru mikilvægur hlekkur í þjónustu fyrirtækja í tölvugeiranum. Að mörgu er að huga við rekstur og skipulagningu slíkrar þjónustu. Á þessum fundi skoðum við þjónustuborð út frá nokkrum sjónarhornum. Við skoðum hvað fræðin segja og fáum innsýn inn í reynslubrunn þeirra sem hafa unnið við uppbyggingu slíkrar þjónustu.
Reynt verður að svara eftirfarandi spurningum:
- Hvernig getum við mælt gæði þjónustu?
- Þjónusutviðmið
- Hvaða væntingar hefur viðskiptavinurinn?
- Hvað virkar og hvað virkar ekki?
Fundurinn er ætlaður öllum þeim sem koma að og sjá um þjónustuborð fyrirtækja ásamt stjórnendum sem vilja fá innsýn inn í slíkan rekstur.
Dagskrá:
11:50-12:00 Húsið opnar - gögn afhent
12:05-12:20 Fundur settur - hádegisverður borinn fram
12:20-12:45 Fræðin: Þjónustumælingar, væntingar og veitt þjónusta
Brynjar Þór Þorsteinsson, markaðsstjóri og stundakennari háskólans á Bifröst
12:45-13:10 Reynslusaga: Uppbygging þjónustuborðs
Anna Huld Óskarsdóttir, forstöðumaður þjónustudeildar WOW
13:10-13:35 Reynslusaga: Litlu atriðin sem skipta máli
Óskar Skúlason, deildarstjóri tækniþjónustu Íslandsbanka
13:35-14:00 Reynslusaga: Netspjall Vodafone - fyrstu skrefin
Freyr Ómarsson, deildarstjóri tæknivers Vodafone
14:00 Fundi slitið
Fundarstjóri: Margrét Gunnlaugsdóttir
Matseðill: Sítrónukrydduð kjúklingabringa með kryddjurtar risotto grænmetis gremolada. Kaffi/te og konfekt á eftir.
Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský 4.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn 7.900 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar 3.000 kr
-
10. apríl 2013