Stuðningur v. klíniska ákvarðanatöku
Stuðningur við klíníska ákvarðanatöku
Vaxtabroddar í íslenskri hugbúnaðargerð
Fræðslufundur Fókus
fimmtudaginn 29. nóvember kl 16:30 – 18:00
í ráðstefnusal Nýherja Borgartúni 37
Taktu þátt í umræðunni á Twitter: @SkyIceland #klinik
Fluttir verða þrír fyrirlestrar frá fyrirtækjum sem hafa á undanförnum árum þróað og sett á markað hugbúnað sem styður við klíníska ákvörðunartöku lækna.
Ólafur Pálsson frá RISK medical solutions www.risk.is mun segja frá áhættureiknivél sem reiknar út líkindi á skemmdum í augnbotnum vegna sykursýki og gefur ráðleggingar um næsta endurkomutíma.
Þorsteinn Geirsson frá Expeda www.expeda.is fjallar um afurðir þeirraen þær veita heilbrigðisstarfsmönnum aðstoð við greiningu og ákvörðun meðferðar á beinþynningu og algengum sjálfsofnæmis sjúkdómum. - Fyrirlestur féll niður -
Kristinn Grétarsson frá Mentis Cura www.mentiscura.is segir frá gagnagrunni og greiningartólum fyrir heilalínurit sem fyrirtækið hefur þróað, meðal annars í þeim tilgangi að reikna út áhættu á því að einstaklingur fái Alzheimer.
Fræðslufundurinn er opinn öllum félagsmönnum og er ókeypis.
Þarf ekki að skrá sig fyrirfram heldur bara mæta.
-
29. nóvember 2012