Rafrænir reikningar
Framtíðin er núna - Rafrænir reikningar
Skýrslutæknifélag Íslands, Icepro og FUT munu halda hálfsdagsráðstefnu um rafræna reikninga á Grand hótel fimmtudaginn 30. apríl 2009 frá kl. 13:00-16:15
Viðfangsefni ráðstefnunnar er þróun og staða mála er varðar innleiðingu á rafrænum reikningi í íslenskt viðskiptaumhverfi. Fjallað verður um tæknilegan undirbúning, væntan ávinning, viðhorf og þátttöku hugbúnaðarfyrirtækja, ofl.
Reynslusögur verða sagðar og viðfangsefnið nálgast frá sem flestum hliðum. Meðal spurninga sem leitast verður við að svara á ráðstefnunni eru:- Hvað er rafrænn reikningur?
- Hver er ávinningurinn af að rafvæða reikninga?
- Hvaða kröfur eru gerðar til rafræns reiknings?
- Hverjar eru hindranirnar?
- Kemur XML í stað EDI?
Dagskrá:
12:45 | Skráning þátttakenda |
13:00 | Ráðstefnustjóri opnar ráðstefnuna |
13:05 | “Ávinningurinn af rafrænum reikningum'' Einar Sigurðsson nýr forstjóri Mjólkursamsölunnar |
13:20 | ''Þokan á heiðinni: Staða rafrænna viðskipta á Íslandi'' Arnaldur Axfjörð ráðgjafi hjá Admon, sjá glærur |
13:40 | “Rafrænn reikningur – eiginleikar, ávinningur og kröfur“ Georg Birgisson, starfsmaður CEN/BII vinnuhóps, sjá glærur |
14:00 | “Aðkoma hugbúnaðarfyrirtækja að innleiðingu rafrænna reikninga“ Hjörtur Þorgilsson varaformaður Icepro, sjá glærur |
14:15 | “Lagarammi um rafræna reikninga” Bragi Freyr Kristbjörnsson, viðskiptalögfræðingur frá Ríkisskattstjóra, sjá glærur |
14:35 | Kaffihlé |
14:55 | ''Uppskerutíminn nálgast” Stefán Kjærnested varafjársýslustjóri hjá Fjársýslu ríkisins, sjá glærur |
15:10 | “Rafræn innkaup” Valgerður Bjarnadóttir, sviðsstjóri innkaupa- og vöru- stjórnunarsviðs skrifstofu fjárreiðna og upplýsinga LSH, sjá glærur |
15:25 | “Hlutverk bankanna” Guðmundur Guðmundsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsbankans, sjá glærur |
15:40 | "Reynsla Símans af rafrænum reikningum“ Kristján Jónsson innkaupastjóri Símans, sjá glærur |
15:55 | Samantekt ráðstefnustjóra og pallborðsumræður |
16:15 | Ráðstefnu slitið |
Ráðstefnustjóri: Laufey Ása Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri þjónustulausna hjá Skýrr
Pallborð skipa: Arnaldur Axfjörð
ráðgjafi hjá Admon, Georg Birgisson, starfsmaður CEN/BII vinnuhóps,
Heimir Jónsson upplýsingastjóri hjá Parlogis hf., Hjörtur Þorgilsson
varaformaður Icepro og Stefán Kjærnested varafjársýslustjóri hjá
Fjársýslu ríkisins
Í undirbúningsnefnd eru:
Friðbjörn Hólm Ólafsson frá Símanum, Hjörtur Þorgilsson frá ICEPRO,
Rúnar Már Sverrisson frá Logum/FUT og Þórhildur Hansdóttir Jetzek frá
Skýrr
Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský, Icepro og FUT er 6.500 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er 8.500 kr.
Þátttökugjald fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis er 3.500 kr.
-
30. apríl 2009