Tengingar Íslands
Tengingar Íslands við umheiminn - Ljósleiðarahringur
Hádegisverðarfundur á Grand Hótel miðvikudaginn 13. maí 2009 kl. 12-14
Skýrslutæknifélag Íslands efnir til hádegisverðarfundar miðvikudaginn 13. maí nk. kl. 12 á Grand Hótel, þar sem kynnt verður staðan á tengingum við umheiminn um sæstrengi, staða og þróun ljósleiðarahrings Mílu og hugmyndir um gagnaver á Íslandi.
Reynt verður að svara eftirtöldum spurningum:
- Hvaða sæstrengir munu tengja Ísland við umheiminn við lok árs 2009 og hver verður flutningsgeta þeirra?
- Hvernig eru stofntengingar innanlands í stakk búnar að þjóna landsmönnum og hvaða tækniþróun á sér stað
á því sviði ? - Hverjir eru möguleikar til uppbyggingar gagnavera á Íslandi, hvaða kosti býður landið umfram önnur lönd og hverjar
eru líkur á því að gagnaver geti orðið mikilvægur þáttur í atvinnulífi Íslendinga?
Dagskrá:
12:00 | Skráning fundargesta |
12:15 | Setning fundarins og hádegisverður borinn fram |
12:35 | "Staðan á tengingum Íslands við umheiminn um sæstrengi“ Guðmundur Gunnarsson frá Farice hf. sjá glærur |
12:55 | "Ljósleiðarahringur Mílu, tækni og þróun" Halldór Guðmundsson, forstöðumaður þróunar hjá Mílu hf. sjá glærur |
13:15 | "Gagnaver á Íslandi" Sveinn Óskar Sigurðsson frá Greenstone ehf. sjá glærur |
13:35 | Samantekt fundarstjóra og umræður |
14:00 | Hádegisverðarfundi slitið |
Fundarstjóri: Sæmundur E. Þorsteinsson forstöðumaður hjá Símanum
Undirbúningsnefnd: Fjarskiptahópur Ský
Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er 3.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er 4.900 kr.
Þáttökugjald fyrir nemendur við framvísun námsskírteinis kr. 2.500
-
13. maí 2009