Skip to main content

Facebook forritun

Örnámskeið - Facebook forritun
                á leið heim úr vinnu!

Skýrslutæknifélag Íslands mun standa fyrir örnámskeiði um Facebook - forritun, 16. apríl Engjateigi 9 kl. 16:30 - 18:00

Fimmtudaginn 16. apríl kl. 16:30 – 18:00 ætlar Skýrslutæknifélag Íslands að standa fyrir stuttu örnámskeiði í Facebook forritun.  Við fáum tvo reynslubolta til að kynna fyrir okkur aðferðir við að forrita á Facebook og nýta þetta skemmtilega samskiptaforrit á sem nýtilegastan hátt fyrir ólík verkefni.

Hnitmiðuð kynning fyrir þá sem ekki hafa mikinn tíma.

Reynt verður að svara neðantöldum spurningum:

  •       Hvað er í boði?
  •       Hvaða forritunarmál get ég notað?
  •       Hvaða einingar (core componets) eru í boði?
  •       Hvernig kem ég forritinu mínu á framfæri og hvað þarf að varast?
  •       Hverjir eru tekjumöguleikarnir?

Dagskrá:

16:30 “Fyrstu skrefin“ Sigmar Karl Stefánsson   Glærur hér
16:50 “Íslendingabók“ Sigmar Karl Stefánsson
17:10 5 Mínútur
17:15
“Þróunarumhverfið (Facebook Platform)“ Fannar Freyr Jónsson Glærur hér
17:45 Spurningar og umræður
18:00 Námskeiði slitið

Leiðbeinendur eru Sigmar Karl Stefánsson frá Íslenskri Erfðagreiningu hf. og Fannar Freyr Jónsson eigandi io ehf.


Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er kr. 2.900
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er kr. 3.900
Þátttökugjald fyrir námsmenn er kr. 1.500 við framvísun námsskírteinis

 


 
 


  • 16. apríl 2009