Skip to main content

Örnmámskeið - Heimanet

Örnámskeið - Heimanet
                á leið heim úr vinnu!

Fjarskiptahópur Ský mun standa fyrir örnámskeiði 19. mars
Engjateigi 9 kl. 16:30 - 18:00

Fimmtudaginn 19. mars kl. 16:30 – 18:00 ætlar fjarskiptahópur SKÝ að standa fyrir stuttu örnámskeiði um heimanet. Hugtakið heimanet felur í sér tæknileg verkefni á mörgum ólíkum sviðum, þ.e. fjarskiptatækni, stjórn- og stýritækni, mælitækni, tölvu- og hugbúnaðartækni, lagnatækni og fl. Markaður fyrir lausnir á sviði heimaneta er vaxandi og mikil þörf er fyrir spennandi og hugvitsamlegar lausnir. Örnámsskeiðið verður haldið að Engjateigi 9 í salnum á neðstu hæð.

M.a. verður fjallað um eftirfarandi:
•    Tækni í boði til að byggja upp heimanet
•    Ýmislegt hagnýtt í tengslum við þau
•    Kopar- og ljósstrengir
•    Tengi og hvernig þau eru sett á strengi
•    Þráðlaus net
•    Fjarskipti um raflínur og fl. (PLC)
•    Nýjar viðmiðunarreglur Staðlaráðs Íslands
•    Ýmsir staðlar er lúta að heimanetum
•    Þjónusta á heimanetum

Dagskrá:

16:30 Tækni til uppbyggingar heimaneta, strengir, þráðlaus net, PLC
17:05 5 mínútur
17:10 Viðmiðunarreglur SÍ, staðlar, þjónusta
17:45 Spurningar,umræður, sýnikennsla og æfingar um það hvernig RJ-45 tengi eru sett á strengi
18:00 Námskeiði slitið

Leiðbeinendur eru:  Jón Ingi Einarsson frá RH-neti og Sæmundur E. Þorsteinsson
hjá Símanum

Undirbúningsnefnd er:  Stjórn fjarskiptahóps Ský

Skráðu þig hér eða hringdu í síma 553 2460.

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er kr. 2.900
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er kr. 3.900
Þátttökugjald fyrir námsmenn er kr. 1.500 við framvísun námsskírteinis

 


IMG 1521
IMG 1522

  • 19. mars 2009