Skip to main content

Rafræn opinber stjórnsýsla

Hvernig má ná auknum árangri í rafrænni stjórnsýslu?
Hvað má læra af öðrum OECD ríkjum?
Morgunverðarfundur á Grand Hótel föstudaginn 13. mars kl. 8 - 10

Yih-Jeou Wang frá OECD kemur og ræður ma. um Mælikvarða OECD á gæði í rafrænni stjórnsýslu

Morgunverðarmálþing með einum af helstu sérfræðingum OECD í árangri ríkja og stofnana á sviði rafrænnar stjórnsýslu, nýútskrifuðum doktor frá Háskóla Íslands á þessu sviði og þeim sem stýra innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu á Íslandi fh. forsætisráðuneytisins. Að málþinginu standa Félag forstöðumanna ríkisstofnana, forsætisráðuneyti, Stofnun stjórnsýslufræða v. Háskóla Íslands og Skýrslutæknifélag Íslands.

After a short introduction on how Iceland compare in different international benchmarkings, Mr. Wang will focus on lessons learned from the last 10 years of
e-government work at the OECD: a number of cross-cutting challenges will be described (e.g. leadership, organisation, collaboration and co-operation, and capacity for implementation) based on recent OECD studies and eight country studies of e-government. Using the international development trends as seen today, Mr. Wang will give his bid on how the e-government agenda might look like in 2020." Yih-Jeou Wang stýrir verkefnum OECD er lúta að rafrænni stjórnsýslu (OECD E-Government Project ), árangri einstakra landa og samanburði milli landa á árangri, og áhrifum rafrænnar stjórnsýslu á stjórnun hins opinbera. Hann hefur fengist við þetta svið frá árinu 1995 fyrst í Danmörku og síðan hjá OECD.

Dr. Haukur mun kynna meginniðurstöður sinnar rannsóknar og velta fyrir sér hvaða leiðir gætu skilað betri árangri í framtíðinni.

Guðbjörg mun fjalla um úttektir sem gerðar hafa verið á Íslandi um rafræna stjórnsýslu, hvaða lærdóm opinberir aðilar hafa dregið af þeim og hvernig verklagi hefur verið breytt í kjölfar þeirra til að bæta árangur í rafrænni stjórnsýslu.

Dagsskrá:

08:00 Skráning fundargesta og morgunverður
08:30 Setning fundarins
08:35 “E-Government development in OECD countries – lessons learned:“  Yih-Jeou Wang frá OECD í París, sjá glærur
09:10 “Hvað skýrir slaka útkomu Íslands í rafrænni stjórnsýslu og hvaða leiðir eru líklegar til að bæta þar úr?“.Dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur, sjá glærur
09:30
“Árangur í rafrænni stjórnsýslu - Breytt verklag byggt á reynslu.“ Guðbjörg Sigurðardóttir skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, sjá glærur
09:45 Samantekt fundarstjóra og umræður
10:00 Fundi slitið

Fundarstjóri er Haukur Ingibergsson forstjóri Fasteignaskrá Íslands
Undirbúningsnefnd skipa:
Haukur Arnþórsson frá Háskóla Íslands og Margrét Björnsdóttir, forstöðumaður stofnunar stjórnmála og stórnsýslu Háskóla Íslands.

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er kr. 3.900
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er kr. 4.900
Þátttökugjald fyrir háskólanema með námsskírteini er kr. 2.500


Skráðu þig núna með því að senda póst á sky@sky.is eða hringja í síma 553 2460.


IMG 1508
IMG 1509
IMG 1510
IMG 1511
IMG 1512
IMG 1513
IMG 1514
IMG 1515
IMG 1516
IMG 1517
IMG 1518
IMG 1519
IMG 1520

  • 13. mars 2009