Vorráðstefna fagfélaga
Mótum framtíðina saman
Sameiginleg vorráðstefna fyrir félaga Ský, Stjórnvísi, Mannauðs, ÍMARK og FVH.
Fjölbreyttir fyrirlestrar úr mismunandi áttum viðskiptalífsins um framtíðina. Endum daginn á að stækka tengslanetið og skála fyrir framtíðinni og höldum svo út í vorið!
DAGSKRÁ
14:00 Velkomin

14:00 Tæknivædd tunga: hagnýting máltækni í daglegu lífi
Það er óhætt að segja að bylting hafi orðið í máltækni á undanförnum árum með tilkomu tauganeta og spunagreindar. Þótt íslenska sé pínulítið tungumál eru nú fjölmargar lausnir í boði fyrir íslenska málhafa. En hvernig nýtist þessi tækni í daglegu lífi og hvað þarf helst að varast?
Linda Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Miðeindar


14:20 Hvernig getur vinnuaðstaðan mótað hegðun starfsmanna?
„We shape our buildings, thereafter they shape us“, eru fræg orð Winston Curchill í seinni heimsstyrjöldinni þegar ákveða átti hvernig ætti að endurbyggja þinghúsið í Englandi – þau gefa ágætis hugmynd um innihald kynningarnar. Það má segja að megin tilgangur vinnuaðstöðunnar sé hýsing viðskiptaferla sem starfsfólk vinnur eftir. Fjallað verður um áhrif vinnuaðstöðunnar á bæði skilvirkni ferla og ánægju starfsfólks. Hvernig upplifun á aðstöðunni er lykilþáttur í vinnustaðamenningu. Hvernig hönnun og umsjón á henni getur haft ráðandi áhrif á vinnuframlag starfsmanna og þar með afkomu fyrirtækja.
Matthías Ásgeirsson, ráðgjafi í aðstöðustjórnun VSÓ


14:40 Markaðssetning á móti risum
Hvernig kom lítill sparisjóður með stór markmið inn á markað til að hrista upp í honum?
Sparisjóðurinn indó opnaði 30. janúar 2023 og hefur hrist upp í markaðnum með því að bjóða upp á gagnsæja og sanngjarna bankaþjónustu sem er skemmtileg og laus við allt bull. Í dag hafa yfir 50.000 Íslendinga opnað reikning í indó og tíunda hver kortafærsla er nú greidd með indó korti.
Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Indó
Sparisjóðurinn indó opnaði 30. janúar 2023 og hefur hrist upp í markaðnum með því að bjóða upp á gagnsæja og sanngjarna bankaþjónustu sem er skemmtileg og laus við allt bull. Í dag hafa yfir 50.000 Íslendinga opnað reikning í indó og tíunda hver kortafærsla er nú greidd með indó korti.

15:00 Kaffi og konfekt

15:20 Mikilvægi menningar

15:40 Út úr boxunum, inn í óvissuna: Mannauður í breyttum heimi
Í þessu erindi munum við skoða afleiðingar mannlegrar hegðunar um það hvernig samfélagið og við sjálf höfum pakkað okkur og öðrum inn í ósýnileg box sem halda aftur af okkur í lífi og starfi. Við kynnumst einföldum og áhrifaríkum leiðum til að kíkja ofaní boxin, opna þau og endurröðum með gleðina og framsýni að leiðarljósi.
Rúna Magnúsdóttir, Út-úr-boxinu leiðtogamarkþjálfi. Crafting Tomorrow's Leadership Today

16:00 Skálum saman fyrir framtíðinni og tengjumst!
Léttar veitingar og tengslanetið stækkað í góðra vina hópi.
18:00 Partýið búið - haldið saman út í vorið!




-
30. apríl 2024
-
kl. 14:00 - 18:00
-
Þátttökugjald: 10.900 kr.
ATH. Reikninga þarf að greiða fyrir viðburð og ekki er tekið við afboðunum eftir 24. apríl. -
Léttar veitingar