Skip to main content

Stelpur, stálp og tækni (Girls in ICT Day)

stelpur, stálp og taekni

Stelpur, stálp og tækni dagurinn (Girls in ICT Day) haldinn í tólfta sinn á Íslandi 23. maí 2025 af Háskólanum í Reykjavík í samstarfi við Ský. Að þessu sinni eru 1.253 nemendur skráðir og aldrei áður hefur verið svona góð þátttaka.

Dagurinn er haldinn víða um heim af ITU (International Telecommunication Union), samtökum um upplýsinga- og samskiptatækni innan Sameinuðu þjóðanna. 

Markmiðið með þessum degi er að kynna ýmsa möguleika í tækninámi sérstaklega fyrir stelpum og stálp í 9. bekk grunnskóla og opna þannig augu þeirra fyrir þeim framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar hafa að bjóða, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn.

GirlsInICT



  • 23. maí 2025
  • kl. 9:00
  • Háskólinn í Reykjavík