Skip to main content
30. maí 2024

Gervigreind er hugsunarlaus

Viðtal við Pierre Racz, forstjóra Genetec

Pierre RaczVegagerðin nýtir allskonar tækni til að þjónusta vegakerfin i landinu. Til að tryggja öryggi er meðal annars myndtækni nýtt til að fylgjast með mikilvægum svæðum í rauntíma. Í myndavélum er gervigreind nýtt í síauknum mæli til að greina myndefni og fleira. Genetec framleiðir eftirlitskerfi til að greina myndir og vara við frávikum, hættu og fleira og fagnaði, árið 2023, 20 ára afmæli. Við tókum viðtal við forstjóra Genetec, Pierre Racz, um gervigreind, þróun og eflingu tækni í GIT Security.

Hver heldur þú að hafi verið mesta byltingin í eftirlitsiðnaði okkar?
Margt hefur komið fram sem hefur verið byltingarkennt í okkar geira, en einna helst er það stafræn (digital) bylting frá hliðrænu (analog) upplausnarkerfunum. Hjá Genetec fórum við að styðja við stafrænt myndband fyrir aldamótin. Fyrstu stafrænu myndavélarnar voru markaðssettar 1997-8 þar sem þær voru hratt innleiddar fyrir stórborgir, samgönguyfirvöld og svæði vítt og breitt. Eftirminnilegur er einn af fundunum um innleiðingu þessara myndavéla þegar verkfræðingar töluðu um að þessi tækni yrði ekki notuð þegar til lengri tíma væri litið. Tíu árum síðar komu þessir sömu aðilar og ræddu við mig um hversu mikið þeim hefði skjátlast í sínum ályktunum. Auðvitað eru þessi kerfi orðin rótgróinn staðall á þeim stöðum.

Sú aðgerð að uppfæra allt í stafrænt form gerði margt gott og auðvitað bjóst ég við að það myndi gerast miklu hraðar. Það breytti helst tvennu. Augljósa breytingin var sú að við losnuðum við hræðilegu hliðrænu upplausnarkerfin sem boðið var upp á. En stóra breyting var að setja gögn nokkuð einfaldlega á netið og þegar þau eru á netinu þá er hægt að nota tækni eins og fjölvarp, þ.e. streyma auðveldlega mörgum rásum í einu. Áður var útsending myndbanda bundin frá punkti til punkts eins og hliðræna tæknin réð við en nú getur það farið frá punkti til margra punkta og óendanlegra staða eftir þörfum notandans.

Eitt af fyrstu slagorðum okkar var: „The network is the matrix“. Fólk fór að átta sig á því að það gæti deilt myndbandaefni og auðveldlega gert það aðgengilegt. Aðalnotandinn á flestum stöðum er öryggisdeildin. En þeir sem þar stýrðu gátu þá látið rekstrardeild og viðhald og aðrar deildir eins og markaðsdeild fá aðgang að myndkerfum og þjónustum því tengdu.

Hversu mikil bylting fólst svo í IP tækninni til stuðnings stafrænum myndavélakerfum varð mér ljóst þegar ég talaði við varaforseta Bandaríkjanna. Til að koma í veg fyrir tap hjá verslunarkeðju sem fór úr um 100 verslunum í 2000 verslanir á innan við 10 árum var þróuð stefna til að gera bílastæði þeirra að „öruggasta stað í hvaða borg sem er í Bandaríkjunum“. Til þess að ná því fram stofnaði verslunarkeðjan samstarf við ýmsar löggæslustofnanir og sett var upp stafrænt myndbandaeftirlit tengt við net.

Síðar sagði varaforsetinn mér, árið 2006, að Genetec hugbúnaðurinn væri stefnumótandi fyrirtæki í tækni og ég skildi það ekki þá sem hann sagði: „Hugbúnaðurinn gerir okkur ekki aðeins aðgengilegri, hann breytir einnig því hvernig við erum að hanna fyrirtæki.“ Kerfið hjálpaði samfélaginu að gera vaktaða staði öruggari, það hjálpaði verslunum að kaupa rétt inn vörur og það kom í veg fyrir stærstum hluta taps af vörum með háa framlegð. Í stuttu máli, það voru ótrúleg umskipti byggð á stafrænni þróun. 30% af smásöluglæpum eru skipulögð starfsemi, það er þriðja stærsta tekjuöflunin fyrir glæpagengi. Með myndbandskerfi á netinu settu smásalar snemma upp viðvörunarkerfi og byggði eftirlitið í öllum búðum að miklu leyti á stafrænni myndvinnslu.

Þú nefndir ekki gervigreind og myndbandsgreiningu sem stærstu breytingarnar. Sumir segja að næstu tíu ár verði umbylting af gervigreindarforritum. Hver er skoðun þín á þessu?
Raunveruleg heimska er til, en gervigreind ekki! Mér mislíkar hugtakið gervigreind, vegna þess að raunveruleg gervigreind er í raun ekki til. Mjög oft þegar fólk minnist á gervigreind er það að tala um notkun einfaldra reiknirita. Til dæmis þegar kemur að talgreiningu, í mínum augum, eru jafnvel nýjustu AI lausnir hreint ekki gáfulegar. Gervigreind, eins og hún er núna, er hugsunarlaus, og í raun, í besta falli, höfum við náð greind ánamaðks.

Það mun vera háð mannlegri yfirsýn og dómgreind um ókomna áratugi hvert við stefnum með tæknina. Ég er ekki að segja að reiknirit eins og ChatGPT virki ekki, en við megum ekki rugla þeim saman við greind og því miður, kalla það „gervi“.

Greind er slæm vegna þess að við höfum orðið greind þarna inni og það er lygi.

 

Skoðað: 537 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála