Skip to main content
9. maí 2024

Hljóðbækur í námi og kennslu

Haukur Sveinsson

Haukur SveinssonÉg hef ég fylgst með og upplifað sjálfur áhrif hljóðbóka á nám. Þessi námsmáti, sem einu sinni var valkostur fárra og er núna valkostur flestra, hefur breyst í mikilvægt námstæki. Hljóðbækur bjóða upp á ógrynni af kostum sem geta endurmótað það hvernig nemendur eins og ég taka þátt í námi í t.d. við lestur bókmennta og margskonar fræðilegt efni. Í þessari grein mun ég skoða notkun hljóðbóka í námi, ræða kosti þeirra, áskoranir og möguleika þeirra til að efla námsupplifun.

Kostir hljóðbóka
Einn mikilvægasti kostur hljóðbóka er hæfni þeirra til að gera nám aðgengilegra. Fyrir nemendur með einhverja hömlun, eins og þá sem eru með lesblindu eða sjónskerðingu, eru hljóðbækur „gamechanger“. Þær bjóða upp á aðra leið til að fá aðgang að  kennslubókum og öðru lesefni og tryggja að allir nemendur hafi tækifæri til að læra og ná árangri. Þar að auki geta hljóðbækur verið dýrmæt auðlind fyrir krakka til að auka Íslenskan orðaforða sinn og til að læra ensku því það hjálpað þeim að bæta framburð sinn með því að hlusta á talaða ensku.

Hljóðbækur bjóða líka upp á þægindi og sveigjanleika. Með snjallsíma eða öðru tæki geta nemendur hlustað á fræðsluefni hvar sem er og hvenær sem er og breytt tíma sem færi í hangs í dýrmætt námstækifæri. Hvort sem þau eru á ferðalagi, á meðan á æfingu stendur eða að taka til heima hjá sér, gera hljóðbækur þeim kleift að vinna í fjölverkavinnu og auðveldar þeim lífið.

Að hlusta á hljóðbækur getur auðgað námsupplifunina á margan hátt s.s. bætt skilning og varðveislu upplýsinga. Að heyra bók lesna upphátt, sérstaklega af hæfum sögumanni, getur lífgað við efnið og gert flókin hugtök auðveldari að skilja og muna. Enn fremur geta hljóðbækur ýtt undir dýpri tilfinningatengsl við innihaldið, aukið þátttöku og hvatningu til að læra (Ganguly, 2023).

Hljóðbækur eru sérstaklega gagnlegar fyrir nemendur sem tileinka sér upplýsingar á annan hátt en með því að lesa. Þær koma þannig til móts við þennan námsstíl og geta hljóðbækur hjálpað nemendum að standa sig betur í námi. Sem dæmi átti ég vin sem var ekki góður í að lesa upphátt en með því að fylgja röddinni á manneskjunni sem las upp bókina og á sama tíma lesa sömu bók þá náði hann að meðtaka textann betur og þjálfa sig í að lesa upphátt.

Áskoranir hljóðbóka
Að treysta á stafræn tæki og nettengingu getur verið tvíeggjað sverð. Þó tæknin auðveldi aðgang að hljóðbókum getur hún einnig verið áskorunum fyrir nemendur sem skortir nauðsynleg úrræði eða búa á svæðum með lélega nettengingu. Að tryggja jafnan aðgang að tækni er því lykilatriði fyrir árangursríka notkun hljóðbóka í menntun.

Fyrir suma nemendur getur hlustun á hljóðbækur leitt til truflunar, sérstaklega ef þeir eru ekki vanir að læra með hljóðrænum hætti. Bakgrunnshávaði eða freistingin til gera margt í einu getur auðvitað dregið úr hlustun og þannig úr virkni hljóðbóka. Að þróa góða hlustunarfærni og aðferðir til að lágmarka truflun er nauðsynleg til að hámarka ávinninginn af hljóðbókum (Benefits of Audiobooks for All Readers | Reading Rockets, n.d.).

Áhrif hljóðbókar byggir ekki bara á efni bókarinn heldur einnig á framsögunni. Lesandi sem hlustanda finnst vera aðlaðandi og hafa góða tjáningu getur aukið skilning og ánægju af efninu. Aftur á móti getur einhæf eða of hröð frásögn hindrað skilning og dregið úr áhuga á efninu eða bara verið mjög pirrandi. Að búa til og velja hljóðbækur með hágæða framsögu er því mikilvægt fyrir jákvæða námsupplifun.

Framtíð hljóðbóka
Þegar horft er fram á veginn bjóða hljóðbækur í menntun upp á frekari vöxt og þróun. Framfarir í tækni, svo sem þróun gervigreindar, gætu gert hljóðbækur enn aðgengilegri og hægt að sérhanna þær á fljótlegri hátt til að koma betur til móts við óskir einstaklinga. Að auki gæti samþætting hljóðbóka við aðra framsetningu og gagnvirk kennslukerfi boðið upp á yfirgripsmeiri og gagnvirkari námsupplifun með því að sameina hljóðrænt nám með sjónrænum og myndrænum þáttum.

Kennarar eru orðnir meðvitaðri um  gildi hljóðbóka og tengja þær við meira við námskrár á skipulagðari og nýstárlegri hátt. Hljóðbækur eru að verða óaðskiljanlegur hluti af fjölbreyttum kennsluaðferðum, allt frá vendinámi (flipped learning) til blandaðs náms sem og styður við persónulegri og sveigjanlegri nálgun við nám.

Niðurstaða
Sem nemandi hef ég orðið vitni að því hversu mikil áhrif hljóðbækur geta haft á nám. Þær bjóða upp á fjölhæfa og aðgengilega leið til að nýta fræðsluefni og mæta þannig fjölbreyttum námsstílum og ólíkum þörfum nemenda. Þó að það séu enn margar áskoranir, þá er ávinningur hljóðbóka í menntun óumdeilanleg. Það ljóst að hljóðbækur muni halda áfram að gegna lykilhlutverki í mótun náms og kennslu, bjóða upp á spennandi möguleika til að efla nám og gera menntun aðgengilegri fyrir alla nemendur.

Höfundur: Haukur Sveinsson nemandi við Háskólann í Reykjavík

Heimildir
Benefits of audiobooks for all readers | Reading Rockets. (n.d.). Reading Rockets. https://www.readingrockets.org/topics/educational-technology/articles/benefitsaudiobooks-all-readers
Ganguly, A. (2023, February 1). 5 ways to use audiobooks in the classroom - Exceller Books.
Exceller Books. https://excellerbooks.com/5-ways-to-use-audiobooks-in-the-classroom/

Skoðað: 525 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála