Tímar eftir COVID-19
Það hefur margt breyst eftir að COVID-19 faraldurinn hófst, allt frá hinu venjulega heimilislífi til hins almenna vinnumarkaðs og náms. Spurningin mín er, hefur faraldurinn bara breytt lífinu til hins verra eða eru einhverjir kostir við hann? Eins og venjulega þá er fólk með mismunandi skoðanir en persónulega held ég að það séu nokkrir kostir við áhrifin af Covid.
Covid faraldurinn hefur haft áhrif á ótrúlega margt síðustu tvö árin, bæði á slæman en líka á góðan hátt. Við sem þjóð, heimsálfa og íbúar jarðarinnar höfum lært mjög mikið og þroskast á þessum erfiðum tímum. Margir hafa lent í sóttkví, einangrun eða jafnvel misst fjölskyldumeðlim eða vini. Margir eru enn að ná sér eftir veikindi og eru með allskonar aukaverkanir sem engin veit hvort það muni fylgja alla tíð eða hvort það jafni sig. Kannski spyr einhver hverjir eru þá kostirnir við faraldurinn?
Í dag er staðan orðin mikið betri í mörgum vestrænum löndum og margir fullbólusettir, þess vegna finnst mér í lagi að skoða kostina við faraldurinn. Helsti kosturinn finnst mér vera hvað tæknin þróaðist hratt á þessum stutta tíma. Það er nánast hægt að gera allt heima því tæknin er orðin svo þróuð. Það er hægt að vera í tíma heima hjá sér gegnum netið, það er hægt að vinna heima, það er hægt að gera matarinnkaupin heima og fá vörurnar sendar heim, hægt er að panta lyfin sín heim, hægt er að fá sendan mat frá veitingastöðum og svona gæti ég haldið áfram að telja upp möguleikana.
Á Íslandi er búið að ná góðum tökum á faraldrinum sem er mjög ánægjulegt en samt sem áður eru margir enn smeykir við það að fara út meðal fólks. Margir nýta sér tæknina, ekki bara þeir sem eru smeykir heldur líka upp á þægindin að gera. Af hverju ætti eldra fólk ekki að nýta sér það að fá lyfin sín eða vörur sent heim og á meðan geta þau slakað á, hitt barnabörnin eða hvað annað sem þeim langar að gera. Einnig geta foreldrar með veikt barn fengið sendingar í staðin fyrir að stressa sig yfir því að finna pössun eða biðja einhvern um að fara fyrir sig. Það getur hver sem er nýtt sér þessa tækni og gert eitthvað annað á meðan. Mér finnst þessi tækni nýtast mörgum og mun nýtast mörgum í framtíðinni.
Að læra heima er alls ekki fyrir alla en finnst mér mjög sniðugt að þessi valkostur sé til staðar, stundum fær maður tíma til læknis á sama tíma og fólk á að vera í skólanum og þá er algjör snilld að geta horft á tímann seinna í staðinn fyrir að missa alveg af honum, eða fólk verður veikur og þá er alltaf hægt að vera í tíma í gegnum netið. Þetta er eitthvað sem mér finnst að ætti að vera til staðar í öllum háskólum. Alveg eins og að það ætti að vera möguleiki fyrir fólk sem vinnur þannig vinnu, að hægt er að vinna heima, að bjóða þeim það.
Samkvæmt heimildum þá jókst gagnanotkun fyrir heima í Bandaríkjunum um 18% fyrstu vikurnar í mars árið 2020, samanborið við sama tímabil árið 2019, en meðaltal daglegrar gagnanotkunar er meira en 16,6 GB. Leikjaspilun hefur aukist hraðar á tímum Covid en leikjaspilun hefur sífellt farið hækkandi síðustu ár og samskipti fóru að mestu leiti gegnum netið, gegnum tölvupósta, messenger og aðra samskiptaforrita.
Mér fannst ótrúlega skemmtilegt hvað fólk var hugmyndaríkt á þessum erfiðum tímum og lét fólk Covid ekki stoppa sig. Margar fjölskyldur spiluðu bingó, kahoot eða einhverja aðra leiki bara til þess að gera eitthvað skemmtilegt saman, margar búðir opnuðu netverslun og gekk það gríðarlega vel. Það er hægt að panta tíma og borð á netinu sem auðveldar mörgum og fólk sleppir við það að hringja.
Mig langar að enda á því að segja að við þroskuðumst mörg ef ekki öll mjög mikið, Covid „kenndi“ okkur ekki bara á tæknina, Covid kenndi okkur að vera þakklát með það sem við eigum, að vera þakklát fyrir fjölskylduna okkar og það að við fáum að hittast því það er greinilega ekki sjálfsagður hlutur. Það er ekki sjálfsagt að fá að hitta ömmu og afa, fjölskyldu og vini, hvað þá ef þau búa ekki í sama landi og þú og þegar það má ekki fljúga.
Höfundur: Karolina Konieczna, nemandi við Háskólann í Reykjavík
Heimild:
Joseph Johnson.(2021). Statista. Sótt 1.október 2021 af https://www.statista.com/topics/6241/coronavirus-impact-on-online-usage-in-the-us/
Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.