Samskipta- og afþreyingarmiðlar
Samskipti milli einstaklinga eru fjölbreyttari nú en nokkru sinni fyrr, hvort sem það er persónulegt spjall við vini og fjölskyldu eða umræða samræður við samstarfsmenn. Möguleikarnir til stafrænna samskipta, sem komu fram á seinni hluta síðust aldar hafa leitt til nýrra og spennandi leiða sem meðal annars gera notendum kleift að deila skilaboðum hraðar og yfir lengri vegalengdir.
Tækniframfarir ruddu brautina fyrir stafræn samskipti með miklum áhrifum á lífsvenjur margra einstaklinga og hafa skapað störf sem snúast ekki bara um samskipti milli einstaklinga heldur einnig tengsl fyrirtækja við viðskiptavini. Þróunin hefur leitt af sér ný nýtt starfsumhverfi og starfsheiti um leið og áhrifin eru mikil á dagleg samskipti einstaklinga.
Þeir möguleikar sem stafrænir miðlar bjóða upp á stýra því hvernig einstaklingar taka á móti og miðla upplýsingum og einnig hvernig samskipti þróast. Þeir sem ráða ferðinni við þróun miðlanna hafa haft og eiga eftir að hafa mikil áhrif á hvernig við hegðum okkur. Ný tækni skapar nýja möguleika sem jafnvel engin sá fyrir, notendur gera nýjar kröfur og gæði og aðgengi tækninnar aukast sífellt. Það sem er nærtækast að nefna sem áhrifavalda undanfarið í samskiptum og stafrænni miðlun eru myndbönd í snjallsímum (mobile video), sýndarveruleiki (virtual reality, VR), aukinn (viðbættur) veruleiki (augmented reality, AR) og öflugri gagnagreiningar (data analytics). Þetta og fleira mun hafa áhrif á framtíð stafrænna miðla og samskipti okkar allra.
Ekki má gleyma að nefna hvernig COVID og meðfylgjandi takmarkanir, einangrun og sóttkví hefur breytt samskiptum. Einstaklingar hafa nýtt samfélagsmiðla til að hafa samskipti þegar ekki er hægt að hittast auglitis til auglitis og forrit eins og Twitter, Facebook, Instagram, Tik Tok, Snapchat, Pinterest, Teams and Zoom hafa aðstoðað við að viðhalda tengslum milli einstaklinga, við vinnustaði sem og til að fá fréttir, upplýsingar og hugmyndir.
Nýleg rannsókn DoubleVerity á stafrænni hegðun einstaklinga í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Spáni og Bandaríkjunum eftir að COVID faraldurinn hófst sýnir að dagleg meðalnotkun einstaklinga á netinu fór úr 3 klukkustundum og 17 mínútum á dag í tæpa 7 klukkutíma.
Það eru ekki bara stafrænu samskiptin sem hafa aukist og breyst, formið hefur líka breyst. Fyrir áratug eða svo voru samskipti og upplýsingar á neti að mestu í formi texta og einstaka mynda en í dag hafa vídeó tekið forystuna ásamt rauntíma myndfundum (live-streaming).
Öryggi og meðhöndlun gagna skiptir máli og virðist þar vera brotalöm hjá mörgum fyrirtækjum. Gera má ráð fyrir að fram komi ný forrit/öpp sem leggja áherslu á að passa betur gögn um einstaklingana sem þau nota en hvort þau komast í almenna notkun er erfitt að spá um.
Framtíð fjölmiðla snýst um að þróa stafræna miðlun fyrir skemmtun, fréttir og viðskipti, þar sem tækifærin eru mörg, en samkvæmt Pew Research Center vex stafræni fjölmiðlaiðnaðurinn hratt og um 86% bandarískra fullorðinna skoða nú fréttir á netinu. Eftir því sem notendum stafrænna fjölmiðla fjölgar eykst þrýstingur á að nýta möguleikana á fjölbreyttari hátt og jafnframt á nýjan hátt. Stafrænir miðlar hafa mótað hvernig við nýtum okkur og njótum tónlistar, kvikmynda og leikja á þægilegan og skilvirkan hátt. Tæknin heldur áfram að þróast og það smá jafnvel segja að það sé aðeins tímaspursmál hvenær stafrænir miðlar verði einu miðlarnir sem við notum daglega.
Það verður áhugavert að fylgjast með þessari þróun. Verður meira um vina- og fylgjandanet og skoðanahópa þar sem hver og einn getur einangrast í sínum samskiptavef (echo chamber) sem gæti ýtt undir meiri þröngsýni byggða á þekkingarskorti. Eða, verða hóparnir opnari fyrir mismunandi öllum sjónarhornum sem ýta undir endalaus upplifun þekkingar og samskipta milli ólíkra einstaklinga?
Þema Tölvumála í ár er samskipta- og afþreyingarmiðlar í víðu samhengi, fortíðin og framtíðin. Hvaðan kom þetta allt, samskiptamiðlar, streymisveitur, hlaðvörp… og af hverju er þetta svona? vinsælt. Endilega sendu áhugaverða grein á asrun@ru.is og svo eru líka leiðbeiningar hér: https://www.sky.is/index.php/12-tolvumal/toelvumal-almennt/56-til-greinahoefunda. Við tökum líka alltaf við greinum fyrir Tölvumál á vefnum!!
Höfundur: Ásrún Matthíasdóttir lektor við HR og ritstjóri Tölvumála
Heimildir:
Mynd fengin hér: https://saxonhenry.com/gods-articulate-finger/
https://online.maryville.edu/blog/future-media/
https://www.zdnet.com/article/2021-predictions-the-future-digital-media-technology-amidst-the-pandemic/
https://builtin.com/media-gaming
https://www.hooksounds.com/blog/online-media-will-dominated-video-future/
https://doubleverify.com/newsroom/global-online-content-consumption-doubles-in-2020-research-shows/
https://thescalers.com/top-digital-trends-shaping-the-future-of-media-and-entertainment/
https://www.pewresearch.org/internet/2020/06/30/innovations-these-experts-predict-by-2030/
Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.