Skip to main content
28. maí 2020

Aukinn hraði stafrænnar þróunar hins opinbera

covidCovid-19 hefur haft margvísleg áhrif og meðal annars hefur kófið hraðað innleiðingu á stafrænum lausnum sem voru margar tilbúnar eða þurfti að aðlaga og skapa hratt og vel til að bregðast við stökkbreytingu í nýtingu netsins og þeirra lausna sem þar eru. Hér verða teknir saman punktar úr fjarfundi Ský 27.maí um þetta brýna efni og fyrir áhugsama er hægt að sjá glærur hér og upptökur hér. Fjóla María Ágústsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga stýrði fjarfundinum með sóma.

Fyrstur var Andri Heiða Kristinsson frá Stafrænt Ísland sem nefndi hann fyrirlesturinn Stafræn vegferð hins opinbera. Í upphafið fór hann yfir framtíðasýn hins opinbera um að landið verði í fremstu röð í stafrænni þjónustu en við erum núna í 19. sæti á E-Government Development Index þar sem við erum með Human Capital Index (HCI): 0,94, Telecommunication Infrastructure Index (TII): 0,83 og Online Service Index (OSI): 0,73. Það er margt hægt að gera til að bæta stöðuna. Andir fór yfir þriggja ára áætlun í stafrænni umbyltingu þar sem á að auka sýnileika með aðgangi beint að efninu, sjálfsafgreiðslu og eflingu stafrænna innviða. Hann fór yfir margt fleira áhugavert eins og nýtt landslag og nýjar áherslur í hugbúnaðargerð með Island.is sem miðpunkt. Einnig tengdi hann við stöðuna í dag, smáforritið Ferðagjöf og Reiknivél fyrir stuðningslán sem eru lausnir sem þurfti að að koma með fljótt og vel.

Vilhjálmur Örn Sigurhjartarson frá Fjársýsla ríkisins var næstur með fyrirlesturinn Fjármál Íslands sem var mjög fróðlegur. Hann byrjaði á að kynna sína stofnun og Fjárreiðusvið og vefinn Fjármál. Ísland.is. Sýndi Vilhjálmur dæmi um hvaða upplýsingar og þjónustu má nálgast á vefnum s.s. stöðu við ríkissjóð og stofnanir og reikninga eins og skólagjöld, komugjöld á heilsugæslustöðvum og margskonar greiðsluseðla sem hægt er að greiða rafrænt. Einnig er hægt að nálgast ýmis vottorð og leyfi á vefnum og mun þar brátt verða að finna um 200-300 mismunandi tegundir umsókna. Gífurlegur sparnaður hlýst af því að ríkið sendi reikninga rafrænt og að hægt verð að nálgast fleiri vottorð og leyfi rafrænt, bæði fyrir ríkið og einstaklinga. En að sjálfsögðu þurfa einstaklingar að hafa aðstöðu til að komast inn á Island.is og fór hann yfir hvernig hægt er að veita umboð og aðgangsstýringu. Að lokum nefndi hann að hægt er að láta hnippa í sig frá Island.is svo að ekki gleymist að greiða gjöldin sín.

Björn Jónsson frá Landspítala kallaði sinn fyrirlestur Um stafræna vegferð Landspítala á Covid tímanum og sagði frá helstu stafrænum verkefnum sem heilbrigðis- og upplýsingatækni (HUT) á LSH sinnir og umfang starfsins. Áherslan hefur verið á rafræna sjúkraskrá og sjálfvikni, uppitíma og svartíma og skrifstofukerfi. Covid 19 hafði mikil áhrif á verklag, aðstöðu og tölvukerfi á LSH og þurfti að bregðast hratt við. Hann rakti síðan meðhöndlun Covid 19 sjúklinga á LSH með það að hafa þjónustuna samfellda og að sinna sjúklingum sem mest heima. Byrjað var að greina og flokka sjúklinga, fylgst með þeim í síma og hluti þeirra notaði SideKick Health smáforrit við sjálfsmat. Þeim sem versnaði komu síðan á legudeild og gjörgæslu. Heilsugátt var notuð til að fylgjast með sjúklingum og hefði ekki verið hægt að gera þetta svona vel án tækninnar. Notað var hópavirkni, skilaboðakerfi, form, regluvél, tímalína, rauntímamælar og fleira í Heilsugátt og tók tvær vikur að byggja upp kerfið úr því sem fyrir var og viðbótum. Björn fór síðan yfir Covid á landinu, skimun, rakningu og einangrun ásamt prófunum og árangur af þeim en dánartíðni er mjög lág hér á landi. Hann ræddi hvernig kófið ýtti hraustlega við fjarheilbrigðisþjónustu og jók reynslu af að sinna sjúklingum heima með aðstoð tækninnar. Taldi hann þessa reynslu geta haft mikil og góð áhrif á heilbrigðiskerfið. Í lokin ræddi hann hvernig innleiðing á Office365 var flýtt á LSH og hvað það hefur skilað miklu. Einnig ræddi hann hvernig lækningatæki skila sífellt meira og meira gögnum beint yfir í sjúkraskrá s.s. lífsmörkum. Í lokin nefndi han að tilraunaverkefni um rauntímastaðsetningar sjúklinga, starfsmanna og tækja er sem skiptir miklu til að styðja við gott verklag. 

Ægir Giraldo Þorsteinsson frá Aranja var síðastur en ekki sístu með fyrirlesturinn Smáforritið Rakning C-19 en það er gert til að greina ferðir einstaklinga og rekja saman við ferðir annarra þegar upp kemur smit eða grunur um smit (af covid.is/app/is). Ægir sýndi hvernig notandinn tengir sig inn í smáforritið í símanum og gefur leyfi um að fylgst sé með ferðum sínum og eftir það vinnu forritið í bakgrunni símans. Ef að smit kemur upp þá getur smitrakningarteymi beðið um sögu síðustu 14 daga en notandinn ræðu hvernig hann brest við þeirri beiðni. Hann fór síðan yfir hvernig smáforritið var unnið í kapphlaup ekki bara við tímann heldur veiruna skæðu, hvernig einingar voru endurnýttar og hvað samvinna og verkaskipting er mikilvægt í svona verkefni sem margir þurftu að koma að. Alls liðu 14 daga frá fyrsta fundi um smáforritið og þar til Apple og Google höfðu samþykkt það. Í lokin nefndi hann góða viðtöku forritsins en það hefur vakið athygli og fengið gott mat t.d. hjá MIT.

Ásrún Matthíasdóttir tók þessa punkta saman og studdist við glærur fyrirlesara og eigin skilning á efninu.

Mynd fengin hér: https://www.cdc.gov/media/subtopic/images.htm

Skoðað: 1119 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála