Skip to main content
5. september 2019

Hvernig má nýta Facebook Messenger í skólakerfinu?

LeifurÍslendingar  eru  meðal  þeirra  þjóða  sem  eru  hlutfallslega  mest  á  Facebook.  Það  eru  í  kringum  265.000 Íslendingar  skráðir  á  Facebook. Það  þýðir  að  um  það bil  átta  af  hverjum tíu  Íslendingum  eiga  Facebook aðgang. Á hverri klukkustund senda Íslendingar 6.300 skilaboð í gegnum skilaboðavettvang Facebook sem heitir  Facebook  Messenger [1],  [2]. Messenger  er  ekki  bara  vinsæll  á  Íslandi,  hann er  næst  vinsælasti skilaboðavettvangurinn  á  heimsvísu  með  um  900  milljón  virka  notendur,  samkvæmt  Internet  stefnu skýrslu, Mary Meeker‘s frá  árinu  2016,og  þessir  virku  notendur  fara  á Facebook,  að meðaltali,  fjórtán sinnum  á  dag í samtals  32  mínútum [3],  [4]. Í  þessari  grein  verður  farið  yfir hvernig skólar  geta  nýtt Facebook Messenger til þess að taka þátt í samfélagslífi nemenda sinna.

Messenger Codes, Links og Username.

Facebook  hefur  gefið  út  þrjá  viðauka  við  Messenger  sem  skólar  geta  nýtt  til  að  bæta  samskipti  sýn  við nemendur sýna. Þessir viðaukar heita, Usernames, Links og Messenger Codes eða Notandanöfn, Slóðir og Messenger kóðar á íslensku. Með Links og Username geta skólar búið til persónulega hlekki, sem þeir geta sett hvar sem er til þess að koma nemendum sýnum í bein samskipti við þá á Messenger. Links er þá slóðin sjálf og Username er einstakt notendanafn á Messenger sem kemur í veg fyrir misskilning sem geta orðið til þegar tveir Facebook notendur deila sama nafni.

Þetta þýðir að það er til dæmis hægt að setja hlekk á sér  Messenger  rás í verkefnalýsingu,  á  skólaverkefni, sem  gefur  nemendum  kleyft  að  geta  átt  bein samskipti við kennarann, sem bjó til verkefnið,varðandi þetta tiltekna verkefni. Annað dæmi er að skólar geta  sett  hlekk  á tilkynningar frá  skólanuminn á  vefsíðu  skólans sem  leyfir  þeim  sem  að  komast  í  bein samskipti við þá einstaklinga sem gáfu frá sér tilkynninguna svo hægt sé að ræða hanafrekar.

Codes virkar á svipaðan hátt og Links og Username nema í staðinn fyrir að setja hlekk er hægt að setja mynd af kóða sem er hægt að skanna með Messenger til þess að komast í bein samskipti við einstaklingana sem bjuggu til plaggatið. Með þessu geta skólar og nemendaráð skólans til dæmis búið til plaggöt með kóða sem hægt er að skanna ef nemandi vill afla sér frekari upplýsinga um það sem plagggatið auglýsir [5].

Facebook síður fyrir skóla

Þar sem nær allir Íslendingar eiga Facebook aðgang, eins og kom fram í innganginum, Það er mikilvægt að skólar eigi Facebook síðu og að hún hafi gott og lýsandi nafn svo það sé auðveldara fyrir notendur að finna þær. Viðaukið við Facebook síður leyfir skólum að senda persónulegar kveðjur til Facebook notenda sem smella á valkostinn að senda skilaboð til Facebook síðu skólans. Þessar kveðjur eru gerðar persónulegar út frá Facebook aðgangi notandans, til dæmis ef notandi,sem heitir Guðjón,ætlar sér að sendaskilaboð til skólans í gegnum Facebook síðu þeirra þá, smellir á senda skilaboð á síðunni þá opnast Messenger hjá honum  og  hann  fær  send  skilaboðin  „Sæll  Guðjón,  takk  fyrir  að  hafa  samband  við  okkur í  gegnum Messenger, vinsamlegast sendu okkur allar þær upplýsingar sem þig vantar varðandi athafnir Skólans“.

Sjálfvirk svörun á Messenger

Það getur reynst erfitt fyrir skólann að fjármagna mannskap til þess að svara öllum Messenger skilaboðum sem skólinn fær á fljótlegum og góðum máta en til þess að auðvelda skólanum álagið bíður Facebook uppá að  vista  svör  við  algengum  spurningum.  Þannig  að  ef  skólanum  berst  spurning  þá  getur  skólinn  vistað svarið sitt og þegar skólinn fær aftur sömu spurninguna í gegnum Messenger þá getur Messenger svarað spurningunni  sjálfkrafa án  þess  að  starfsmaður  skólans  þurfi  að  grípa  inní.  Einnig  getur  skólinn  set  upp sjálfvirka  spjall  þjónustu  í  gegnum  Messenger.  Þessi  stuðningur  fyrir  sjálfvirka  spjall  þjónustur  er  líka tiltölulega  nýr  en  hann  gerir  skólum  kleyft  að  herma  eftir  spjalli  þannig  að  þeir  sem  senda  skilaboð  til skólans án þess að starfsmaður skólans þurfi að vinna við að fylgjast með spjallinu [6].

Höfundur: Leifur Pálsson, tölvunarfræðingur

Heimildir

[1]„Átta af hverjum tíu Íslendingum skráðir á Facebook -Vísir“, visir.is. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: http://www.visir.is/g/2010619771559. [Sótt: 26-feb-2019].

[2]„Facebook Messenger“, Wikipedia. 21-feb-2019.

[3]„Internet Trends Report 2018“, Kleiner Perkins. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: https://www.kleinerperkins.com/perspectives/internet-trends-report-2018/. [Sótt: 26-feb-2019].

[4]N. Subbaraman, „Smartphone users check Facebook 14 times a day, study says“, NBC News, 28-mar-2013. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: http://www.nbcnews.com/tech/tech-news/smartphone-users-check-facebook-14-times-day-study-says-f1C9125315. [Sótt: 26-feb-2019].

[5]„(2) Messenger -Innlegg“. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: https://www.facebook.com/messenger/posts/say-hello-to-messenger-codesfind-the-900-million-people-who-use-messenger-every-/930151277104553/ [Sótt: 26-feb-2019].

[6]by, „How to Create a Facebook Messenger Chatbot“, Social Media Marketing | Social Media Examiner, 09-jan-2017.

 

Skoðað: 1273 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála