Eru rafrænar kosningar á Íslandi næsta skref í stafrænni stjórnsýslu?
Á síðustu árum hafa þjónustur ríkisins verið færðar í miklum mæli á rafrænt form. Samkvæmt nýjustu rannsókn Sameinuðu Þjóðanna á þróun stafrænnar stjórnsýslu er Ísland í 19. sæti af 193 löndum. Þrátt fyrir að vera enn fyrir neðan hin norðurlöndin virðist þróun okkar stefna í rétta átt, aðeins tveimur árum áður var Ísland í 27. sæti. Það sem einkennir 10 af þeim 18 löndum sem fylla listann fyrir ofan okkur, er að þau hafa á einhverjum tímapunkti tekið upp rafrænt kosningakerfi. Gætu rafrænar kosningar verið næsta skref Íslands í þróun á stafrænni stjórnsýslu?
Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga áður en rafrænt kosningakerfi er tekið upp. Fyrst og fremst þarf að ákveða hvernig kerfi skal nota en flest lönd nota fyrirkomulag þar sem kosningavél er komið fyrir í kjörklefum. Með þessu fyrirkomulagi þarf ekki að prenta kjörseðla, magn ógildra atkvæða stór lækkar, talning verður sjálfvirk, hraðari og nákvæmari ásamt því að starfsmannakostnaður lækkar verulega. Þrátt fyrir kosti Kosningavéla miðað við hefðbundiðkosningakerfi, spretta upp ýmis önnur vandamál sem kjósendur og stjórnvöld hafa áhyggjur af. Með svona vélum kemur nýr kostnaður, eins og kaup á vélbúnaði, hugbúnaði og viðhald. Koma þarf fyrir auka rafmagnsbúnaði á kjörstöðum, vélarnar þarf geymslu þegar þær eru ekki í notkun og svo þarf að skipta þeim út eftir einhverntíma.
Helstu ástæður rafrænna kosninga er lækkun framkvæmdarkostnað og að gera kosningar auðveldari og þægilegri. Með kosningavélum yrðu kosningar vissulega vera þægilegri fyrir kjósendur en samt sem áður þarf fólk að mæta á kjörstað. Kostnaður myndu þar að auki mögulega ekki lækka svo mikið, allavega ekki í upphafi. Hinsvegar eru til önnur kerfi sem lækka kostnað enn þá meira og gera kosningar miklu þægilegri og auðveldari fyrir fólk og er ég þar að tala um kerfi eins og netkosningar.
Eistland er með stærsta og þróaðasta rafræna kosninga kerfi í heiminum sem nýtir sér netkosningar. Árið 2007 var það fyrsta landið til þess að halda rafrænar þingkosningar. Kerfið þeirra byggist á því að notendur skrá sig inn í kosningakerfið með notkun rafrænna skilríkja og geta kosið hvar sem er í heiminum. Þar sem eitt af helstu áhyggjuefnum rafrænna kosninga eru hversu auðvelt getur verið að svindla þá hefur Eistland þróað kerfið sitt þannig að hver notandi getur kosið eins oft og hann vill, aðeins síðasti miðinn gildir. Þetta á að koma í veg fyrir að fólk selji sinn kosningarétt eða sé þvingað til að kjósa.
Með svona kerfi hefur Eistland lækkað kostnað á kosningum gríðarlega þar sem engin prentun kjörseðla á sér stað, fáir kjörstaðir er til staðar og þar með nánast engir starfsmenn. Kostnaður við framkvæmd alþingiskosninga árið 2016 nam rúmlega 350 milljónum króna. Fyrir kosningar 2017 var gert ráð fyrir því að kostnaður myndi vera hærri og hljóða upp á 400 milljóna króna. Stærstu hlutir þessarar upphæðar eru laun starfsmanna, leiga á kjörstöðumog prentun kjörgagna.
Á Íslandi eru 132 kjörstaðirsem dreifast á 6 kjördæmi. Á hverjum kjörstað eru svo kjördeildir sem eru 269 í heildina. Samkvæmt lögum þurfa að lágmarki að vera 3 starfsmenn á hverja kjördeild og kjörstjóri á hverjum kjörstað. Það þýðir að u.þ.bl. 1000 manns eru starfandi aðeins á kjördag. Auk þess eru yfir 120 manns sem sjá aðeins um talningu seðla sem er í gangi fram á nótt. Við kosningar árið 2017 voru 248.485 manns á kjörskrá. Samkvæmt lögum þarf að prenta 10% fleiri kjörseðla heldur en fjöldi fólks sem er á kjörskrá, sem þýðir að 273.333 seðlar voru prentaðir. Þeir seðlar sem eru ekki notaðir eru síðan brenndir eftir kosningar. Pappírseyðslan, kostnaður við prentun og launakostnaður starfsmanna er gríðarlega mikill. Með rafrænu kerfi líkt og Eistlandnotar gæti þessi kostnaður minnkað til muna, ásamt því að talning verðin ákvæmari og pappírseyðsla myndi verða nánast engin.
Ef það eru svona margir góðir kostir við kosningar af þessu tagi, afhverju eru ekki fleiri lönd að taka þessi kerfi upp? Af þeim 10 löndum í rannsókn Sameinuðu þjóðanna sem hafa tekið upp rafrænar kosningar er tvö sem hættu þeim alfarið. Það sem er athugavert er að bæði löndin lögðu niður rafrænar kosningar vegna vantrausts kjósenda á tækninni. Hópur fólks í Hollandi tók sig til árið 2004, á meðan kosningar voru enn rafrænar og náðu að kaupa vél eins og notuð var í kosningunum. Náði hópurinn að brjótast inn í kerfið og breyta niðurstöðum sem var búið að koma fyrir á vélinni. Þau sýndu þannig fram á að vélarnar voru ekki öruggar. Í kjölfarið lagði Holland niður rafrænar kosningar.
Með nýrri tækni finna tölvuþrjótar nýjar leiðir til þessað brjótast inn í tölvukerfi. Reglulega ná tölvuþrjótar að komast yfir gögn stórra fyrirtækja og stofnana og eru sífellt að finna nýjar leiðir til þess. Fólk hefur því minna traust til stórra tölvukerfa eins og þeirra sem ættu að sjá um kosningar. Lykilatriði kosninga er að það sé haldið nafnleynd og gögnum sé ekki breytt. Ísland er nú þegar búið að taka upp rafræn skilríki sem virka svipað eins og þau sem notuð eru í Eistlandi. Ísland væri í raun tilvalið til þess að halda rafrænar netkosningar.
En myndu rafrænar kosningar hjálpa okkur í þróun stafrænnar stjórnsýslu? Skýrsla sameinuðu þjóðanna sýnir að Eistland er í sætinu fyrir ofan Ísland eða 18. Sæti. Þrátt fyrir að vera með þróaðasta rafræna kosningakerfi heims eru þau ekki mikið hærri en við þegar á heildina er litið. Þegar litið er svo á efsta sæti þessarar skýrslu situr Danmörk efst, en Danmörk hefur aldrei tekið upp rafrænar kosningar.
Rafrænar kosningar myndu líklegast hafa lítil áhrif á þróun stafrænna stjórnsýslu, en hún myndi hinsvegar bæta fjárhag og aðgengi kosninga á Íslandi og kannski fjölga ungum kjósendum.
Höfundur: Bergrós Gígja Þorsteinsdóttir, nemandi við Háskólann í Reykjavík
Heimildir
United Nations, Department of Economic and Social Affairs(2018). United nations E-government survey 2018. Sótt af https://publicadministration.un.org/egovkb/en-us/Reports/UN-E-Government-Survey-2018
Sigurður mikael Jónsson (2017, 21. september). Hundruð milljóna kosningar teknar úr varasjóði. Vísir.Sótt af http://www.visir.is/g/2017170929771/hundrud-milljona-kosningar-teknar-ur-varasjodi
Silja Björk Huldudóttir(2009, 19. Apríl). Prenta 251 þúsund seðla. Mbl. Sótt af https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1278929/
International Foundation for Electoral Systems.(2012). International Experience with E-voting: Norwegian E-voting Project. Sótt af https://www.parliament.uk/documents/speaker/digital-democracy/IFESIVreport.pdf
Hagstofa Íslands(2017). Hagtíðindi Kosningar. Sótt af https://hagstofa.is/utgafur/nanar-um-utgafu?id=59055
I-voting. (2018). Sótt 16. September 2018 af https://e-estonia.com/solutions/e-governance/i-voting/
Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.