Skip to main content
7. júní 2018

Internet of Things

internetInternet of Things er allt í kringum okkur og við gerum okkur kannski ekki grein fyrir því hvað það er orðið stórt. Internet of Things er í tækjum eins og litlum pillum og alveg upp í stórar flugvélar. Áður en við vitum af þá verður það í öllu.

Internet of Things eða IoT skilgreinir milljónir tækja um allan heim sem eru öll tengd við internetið, að safna og deila gögnum. Það er hægt að breyta öllum hlutum og gera þá part af IoT þökk sé þráðlausu neti og ódýrum tölvuhlutum. Þetta gerir það að verkum að dauðir hlutir öðlast nýtt líf með því að gera þeim kleift að “tala” við fólk og hafa áhrif á þeirra daglega líf. Dæmi um IoT tæki væri eins og ljósaperurnar sem eru heima hjá mörgum í dag tengdar við þráðlaust net og getur skipt um lit og birtu á perunni með símanum hjá þér. Annað dæmi getur verið þvottavélarnar frá Samsung sem þú getur stillt hana og séð hvort hún sé búinn í gegnum símann eða jafnvel kaffivélinn sem getur verið stillt á vekjaraklukkuna úr símanum þínum og byrjar að hella uppá þegar hún hringir. IoT er að fara koma í allt, það er bara tímaspursmál hvenær.

Í háskólum er alltaf meira og meira verið að fjarlægjast bækur og pappíra yfir í fartölvur og aðra tækni. Með því að hafa allar nauðsynlegar upplýsingar fingurgómunum, þá geta nemendur unnið á sínum eigin hraða og fengið nánast eins reynslu á menntun heima fyrir og þeir sem sitja inni í skólastofunni. Þessi þróun veitir nemendum meiri þægindi, og gerir einnig kennsluferlið hjá kennurum skilvirkara. Aukningin í tengdri tækni þýðir til dæmis að kennarar þurfi ekki að fara yfir próf og gefa einkunn handvirkt og framkvæma önnur reglubundin verkefni í höndunum. Samkvæmt könnun Capterra höfðu 73% af unglingum í Bandaríkjunum aðgengi að snjallsímum.

Nálægt 100% af öllum skólum í bandaríkjunum höfðu aðgengi að internetinu og 75% af menntaskólanemendum notuðu tölvu í lærdómstilgangi. Capterra bendir á að 69% af nemendum vilji nota snjallsímann sinn meira í kennslustofunni og flestir nemendur vilji nota þá til að gera verkefni eins og glósa, skoða og rannsaka. New Richmond schools í Ohio spara í kringum 128.000 dollara á ári með því að nota vef þróað kerfi sem stjórnar öllum vélbúnaði í skólanum. Capterra greinir einnig frá því að skólar eyði að meðaltali 30.000 til 50.000 dollurum í pappír á ári, en endurnýtanleg tækni mundi útrýma þeim kostnaði.

Samkvæmt könnunum sem voru gerðar árið 2017 þá voru um 8,4 milljarður IoT tækja í notkun árið 2017 sem var 31% hækkun frá árinu 2016 og er spáð fyrir að um 20,4 milljarður tækja verði í notkun um 2020. Af þessum 8,4 milljarð tækja þá var um helmingur snjallsjónvörp og snjall hátalarar og mest notaða tækið voru öryggismyndavélar. Það er ekki langt í það að við löbbum upp að dyrum heima hjá okkur og hurðinn skynjar að þú sért hjá henni og opnar fyrir þér, fatahengið tekur við úlpunni þinni og setur hana inn í skáp og þú kveikir ljósin, pantar það sama og vanalega í heimsendingu og þú dregur fyrir og kveikir á sjónvarpinu með kannski “kominn heim úr vinnu” stillingu á símanum þínum sem þú settir saman sjálfur.

Höfundar: Eyþór Traustason og Jón Þór Guðjónsson, nemar við Háskólann í Reykjavík.

Heimildir:

Steve Ranger (2018). What is the IoT? Everything you need to know about the Internet of Things right now. Sótt 26. Febrúar 2018 af: http://www.zdnet.com/article/what-is-the-internet-of-things-everything-you-need-to-know-about-the-iot-right-now/.

Andrew Meola(2016. How IoT in education is changing the way we learn. Sótt 26. Febrúar 2018af:http://uk.businessinsider.com/internet-of-things-education-2016-9?r=US&IR=T.Bob Harden (2017).

IoT of Caffeine: Connecting the Coffee Maker. Sótt 26. Febrúar 2018 af:https://www.ariasystems.com/blog/iot-caffeine-connecting-coffee-maker/.

Skoðað: 1492 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála