Tækni og list
Nýsköpun verður meiri með hverjum degi og tækninýjungum fjölgar. Það hefur áhrif á mannfólkið hvernig tækni það notar. List er vítt hugtak sem allir kannast við og flestir hafa gert eitthvað sem mætti telja list á sínu lífskeiði. List nær mjög langt aftur í tímann, talað er um að list hafi verið uppgötvuð fyrir 40.000 árum. Sú list var t.d. skúlptúrar, hellamálverk og steinmálverk [1]. Með tækninýjungum er byrjað að skapa nýtískulist sem aldrei var hægt að skapa með þeim tæki og tólum sem til hafa verið. Hér ætlum við að sýna nokkur dæmi.
Light echoes
Light echoes e. bergmál ljóss er tækninýjung sem sýnir list á nýstárlegan hátt. Aaron Koblin er yfir Data Arts sem er deild innan Google Creative Lab. Aaron tók þátt í verkefni, sem kallast Flight Patterns, sem fólst í að rekja slóð flugumferðar yfir Norður-Ameríku til að búa til sjónræna mynd sem líkist flæktum lituðum þráðum.
Light echoes verkefnið hans felst í það nema í listform lest á hreyfingu. Hugmyndin að verkefninu var fyrst þróuð í byrjun 2013. Aaron eyddi mörgum klukkustundum á skrifstofunni að fínpússa tæknina.
Þróun
Aaron gerði verkefnið í samstarfi við leikstjórann Ben Tricklebank. Aaron keypti leysigeisla á eBay fyrir $600. Þeir notuðu þann leysigeisla fyrir tilraunir og festu hann ofan á bíl og keyrðu um Los Angeles. Leysigeislinn varpaði á landslagið formi sem líkist flæktum lituðum þráðum eins og skannaðar línur.
Ferðir eftir bíl
Þeir Aaron og Ben fengu menn með sér í verkefnið og settu upp búnað í Fillmore þar sem svæðið er vinsæll tökustaður af lestarteinum vegna nálægðar í nágrenni við Los Angeles. Aaron og Ben unnu með fyrirtækinu Western Railway, sem hjálpar með rekstur sjónvarpsog kvikmyndáhafna. Festu þeir leysigeisla sem geislar litunum rauðum, grænum og bláum á sérsmíðuðum krana sem settur var ofan á lest. Leysigeislinn náði að varpa ýmsar myndir á landslagið, meðal annars kort, mynstur og jafnvel Walt Whitman tilvitnanir. Eitthvað sem þeim þótti vera einstakt og fallegt form af list [2][3].
Vörpun
Tilvitnanir frá Walt Whitman
Roman Verostko
Roman Verostko er bandarískur listamaður sem er fæddur árið 1929 og rekur listastúdíó í Minneapolis. Roman lærði í Listaháskólanum í Pittsburgh og svo seinna í Saint Vincent skólanum. Hann er með BA í heimspeki og myndskreytingum og er margverðlaunaður listamaður. Roman hefur meðal annars fengið SIGGRAPH verðlaunin árið 2009, fyrir ævistarf sitt tengt listum [4].
Roman Verostko
Three-Story Drawing Machine
Eitt af helstu verkum Romans er Three Story Drawing Machine sem er sýnt á þriggja hæða vegg í Listaháskólanum í Minneapolis. Verkið er teiknað af róbota sem hann hannaði og teiknar eftir hans reikniritum. Á veggnum birtist allt sem róbótinn teiknar í rauntíma og getur áhorfandinn fylgst með hverri stroku verða til, að auki fylgir verkinu hljóðið sem vélin framkallar á meðan hún vinnur [5].
Áhorfendur að three-story drawing machine
Three-story drawing machine
Höfundar: Kevin Freyr Leósson og Randver Pálmi Gyðuson nemendur við Háskólann í Reykjavík
Heimildir
[1] „Art”, 11. sep. 2016. [Rafrænt]. Af: https://en.wikipedia.org/wiki/Art Sótt: 21. sep. 2016.
[2] „First drafts: Light echoes”. [Rafrænt]. Af: http://www.theatlantic.com/sponsored/cadillac-light-echoes/. Sótt: 21. sep. 2016.
[3] A. Koblin og B. Tricklebank, „Light echoes”. [Rafrænt]. Af: http://www.lightecho.es/. Sótt: 21. sep. 2016.
[4] „Roman Verostko”, 27. apr. 2016. [Rafrænt]. Af: https://en.wikipedia.org/wiki/Roman_Verostko. Sótt: 21. sep. 2016.
[5] „Roman Verostko, three-story drawing machine” [Rafrænt]. Af: http://northern.lights.mn/projects/three-storey-drawing-machine-working-title/ Sótt: 21. sep. 2016.
Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.