Tölvulæsi barna
Börn eru framtíðin eins og oft er sagt. Hagkerfi framtíðarinnar byggir á tækni og þekkingu og er því tölvumenntun barna einn af lykilþáttum árangurs þjóðfélaga í átt að menntun í takt við tækniþróun sem kallar á bætta kennsluhætti. Framtíðarstörf byggja á stafrænu læsi og þekkingu á forritun og ljóst er að eftirspurnin er mikil. Börn í dag eru talin vera vel tölvulæsi, þau ná að tileinka sér tæknilega hluti fljótt og geta því vafrað um á netinu og spilað leiki áður en þau læra að lesa. Þau eru því mjög móttækileg og fljót að tileinka sér nýjungar.
Hvenær á að byrja að kenna krökkum tölvulæsi ? Hægt er að byrja snemma að kenna börnum hugsunina á bak við tölvuna og eflir það rökhugsun og þjálfar skipulagða og lausnamiðaða hugsun. Til eru allskyns efni til að efla þessa færni svo sem smáforrit, vefsíður, borðspil og leikir en ljóst er að öll þurfa þau að innihalda eitthvað skemmtanagildi og efla sköpunargleðina til að halda börnunum við efnið.
Lærdómur í gegnum leik er því rauði þráðurinn hér, það er að læra án þess að vera kennt er vænlegast til árangurs eins og Jean Piaget orðaði það. “If you want to be creative, stay in part a child, with the creativity and invention that characterizes children before they are deformed by adult society.”
Ef við tökum smá dæmi þá hefur borðspilið Turtle Robot hlotið mikilla vinsælda en var það þróað með það í huga að kenna krökkum grundvalla hugsunina bakvið hvernig tölvur virka. Spilarinn leggur inn lausn/skipun til að komast framhjá hindrunum og ná settu markmiði.
Þessa hugsun má líka sjá í hinum geysivinsæla Just Dance tölvuleik en þar eru börn “þjálfuð” í því að sjá í hvaða formi dansinn á að vera áður en þau framkvæma hann. Þú heyrir lag og neðar á skjánum sérðu hvaða spor þú átt að gera næst og svo koll af kolli út allan dansinn. Þetta æfir börnin í því að sjá fyrir sér eitthvað og koma því síðan í framkvæmd. Svolítið eins og forritun. Krakkar allt frá 6 ára aldri eru að ná að forrita og skapa sitt eigið efni með tilbúnum forritum sem leiða þau áfram og má þá nefna Scratch sem þróað er af MIT Háskólanum og Alice sem er þróað af Carnegie Mellon University. En bæði eru þetta frí forrit sem hægt er nálgast á netinu.
Krakkarnir byrja á að þróa og skapa sér umhverfi og raða síðan inn forritunarskipunum sem eiga við. Hægt væri að telja upp allskyns hugbúnað sem kennir krökkum grunntækni í forritun á skemmtilegan og fræðandi máta.
Hinn Suður Afríski Stærðfræðingur, tölvunarfræðingur og kennari Seymour Papert sagði : “The scandal of education is that every time you teach something, you deprive a [student] of the pleasure and benefit of discovery.” Sem okkur finnst eiga mjög vel við í þessu samhengi. Þar sem okkur finnst einmitt að börn eigi að fá svolítið frelsi til að vera forvitin og uppgötva sjálf. Kennarinn verður auðvitað að vera til staðar til að leiðbeina þeim í rétta átt, mismikið til staðar kannski eftir aldri barnanna. Þegar þau fá frelsi til að afla sér upplýsinga eftir leiðbeiningum frá kennara verður sú upplýsingasöfnun að einhverskonar “leik að læra”. Þau rata mjög líklega á ólíka staði á netinu og fá þ.a.l upplýsingar um ákveðinn hlut frá misjöfnum vinklum. Sem er í leiðinni mjög fræðandi fyrir kennarann og hina nemendurna að heyra um.
Við sem foreldrar og kennarar megum ekki sofna á verðinum og/eða vera hrædd við hraða þróunarinnar. Við verðum að leyfa börnunum að taka þátt í þessari þróun. En í leiðinni verðum við að passa upp á þau og beina þeim í rétta átt svo þau temji sér gagnrýna hugsun í upplýsingasöfnuninni og fá þau til þess að nota tölvuna oftar í þeim tilgangi til þess að fræðast á skemmtilegan máta .
Höfundar: Fanney Ásta Águstsdóttir og Þ. Snædís Kjartansdóttir nemendru við Háskólann í Reykjavík
Heimildir:
Jean Piaget: https://en.wikipedia.org/wiki/Jean_Piaget
Robot Turtle borðspilið: http://www.robotturtles.com/
Seymour Papert: http://www.azquotes.com/author/20945-Seymour_Papert
Alice: http://www.alice.org/index.php
Scratch: https://scratch.mit.edu/
Just Dance: https://just-dance.ubisoft.com/en-us/games/titles/just-dance-2017.aspx
Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.