Skip to main content
5. janúar 2015

Ritun sögu tölvuvæðingar á Íslandi

soguvefurinnAð frumkvæði Öldungadeildar Ský hefur verið ráðist í það stóra verkefni að taka sama sögu upplýsingatækni á Íslandi 1964-2014. Tilefnið er að haustið 2014 voru 50 ár síðan fyrsta alvöru tölvan kom til Íslands og enn margir til frásagnar um hvernig tölvuvæðing á Íslandi hefur verið frá upphafi.  Ritunina annast Þorgrímur Gestsson og hefur hann tekið viðtöl við allmarga sem komu við sögu og er að safna ýmsu efni um þróunina og áhrif tölvutækninnar á íslenskt þjóðlíf.  Verkefninu lýkur næsta vor en endanlegt form á birtingu efnisins hefur ekki enn verið ákveðið en líklegt að um blandað form verði að ræða s.s. vídeó og vefsíða ásamt samanteknu efni hentugu til prentunnar. Í ritnefnd eru þekktir einstaklingar úr tölvugeiranum; Sigurður Bergsveinsson (ritstjóri), Frosti Bergsson, Vilhjálmur Þorsteinsson, Gunnar Ingimundarson, Sigríður Olgeirsdóttir, Arnlaugur Guðmundsson auk Þorsteins Hallgrímssonar (Öldungadeild Skýrslutæknifélagsins) og Arnheiðar Guðmundsdóttur.  Verkefnið er fjármagnað af styrkjum og hvet ég þá sem vilja leggja því lið að hafa samband við Ský í gegnum netfangið sky@sky.is

Skoðað: 2289 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála