Skip to main content
18. desember 2014

Áhrif nýjustu upplýsingatækni á hótel og veitingarekstur

Runar1Tilgangurinn með þessari grein er að fjalla um þær breytingar sem orðið hafa á upplýsingatækninni til hagsbóta fyrir hótel og veitingahús sem eru farinn að nýta sér hana í auknum mæli. Fjallað verður um hvernig hótel og veitingahús geta nýtt sér til spjald tölvur og snjallsíma væðinguna. Fyrsti hlutinn er um forsöguna, til að átta sig á hvað var notað áður en spjaldtölvurnar (e.tablet) og snjallsímarnir (e.Smartphone) urðu svona útbreiddir. Síðan verður aðal umfjöllunarefnið hagnýting spjaldtölva og snjallsíma fyrir hótel og veitingarekstur. Einnig verður skoðað hvaða áhrif þetta hefur haft og mun hafa í framtíðinni og hvernig rekstraraðilar sjá framtíðina fyrir sér.

Forsagan

Almennt voru og eru jafnvel enn, hótelsjónvörp tiltölulega lítil „túputæki“ 14“- 21“. Uppúr 2005 byrjar mikið endurnýjunarferli sem enn er ekki alveg lokið. Hótel byrja taka í notkun flatskjái, í forminu 16:9 (wide-screen). Tæknin er þá enn hliðræn (analog) og mjög dýr. Upp úr 2009 fara þessi tæki að koma með stafræna móttakara ( DVB-T) og fyrstu nettengdu tækin birtust. Í Janúar 2012 varð svo ákv. bylting þegar eitt fyrsta IPTV hótelsjónvarpskerfið var tekið í notkun þar sem IPTV móttakarinn og sjónvarpið var orðið eitt og hið sama. Nú þykja hágæða 32“ til 42“ sjónvörp sjálfsögð á hótelherbergjum með fjölda stöðva og annara möguleika sem koma til með nettengingum og mun meiri bandbreidd en var möguleg áður. Enn er þó notast við miðla (e.Content) frá venjulegum loftnetum og móttöku í gegnum gervihnetti. Þessi IPTV bylting stendur enn yfir og er það nýjasta nýtt á heimsvísu í dag.

Meðfram þessari þróun hótelsjónvarpa komu á markað margvísleg kerfi til að framkvæma hinar ýmsu þjónustur, eins og að panta bíó myndir (e.VOD), ýmsar upplýsingar um þjónustu hótelsins (e.info channels) , matseðlar og hvaðeina sem hægt er að panta upp á herbergin. Einnig hægt að fylgjast með úttektum á nettengdum minibar og veitingastöðum hótelsins svo eitthvað sé nefnt, en möguleikarnir eru endalausir. 

Hvað varðar veitingahúsarekstur, þá varð bylting í sjóðsvélum sem breyttust yfir í að verða afgreiðslukerfi með hugbúnaði sem keyrður er á venjulegum tölvum með snertiskjá og notendavænu viðmóti fyrir afgreiðslufólk og beintengt í bókhaldskerfi fyrirtækisins.

Aðal viðfangsefnið er að fjalla um hvaða áhrif upplýsingatæknin (UT) hefur á rekstur hótela og veitingastaða með tilkomu spjaldtölva (e.tablets) og snjallsíma (e.smartphones) og þá tækni og staðlar sem notaðir eru við notkun á slíkra tækja.

 

 

Áhrif UT á hótelgeirann

Hótel – Sjónvarpstækni IPTV (e.TV solutions)
Nú eru kominn til sögunar svokölluð IPTV snjall hótelsjónvörp sem tengd eru við Internetið (e.Internet) og notast við hugbúnað sem eru orðnar skýjalausnir (e.Cloud) þannig að stjórnun og stýringar eru orðnar einfaldari fyrir þá sem sjá um rekstur á kerfinu og geta núna unnið með allt miðlægt og stýrt mörgum hótelum á sama tíma þannig að það þarf enginn hugbúnaður (e.Software) að vera á staðnum, annarstaðar en í sjónvarpinu sjálfu, eingöngu þarf IPTV tilbúið snjallsjónvarp með sérstökum hótel hugbúnaði.

m1

Mynd sótt hér 

Með aukinni spjaldtölvu og smart síma eign almennings þá er komin sú krafa að viðskiptavinir geti komið með eigin spjaldtölvur og notað sinn eigin smart síma til að fá aðgang að upplýsingum sem eru í boði á hótelum. Eins og að streyma sjónvarpsefni frá Spjaldtölvu í sjónvarp hótelsins og eining að streyma frá hótel sjónvarpinu með fjölda mismunandi sjónvarpsrása í spjaldtölvurnar eða smart símanna. Viðskiptavinirnir fá aðgang að vefsíðu með öllum valmöguleikum í gegnum svo kallaðan portal (e.portal) til að tengjast sjónvörpum. (t.d. Quadriga 2014).

m2

Mynd:www.hibox.tv

Allt notendaviðmót er orðið mjög gott og keppast framleiðendur við að hafa það sem einfaldast. Til dæmis með því að hanna notendaviðmót sem er aðlagað að spjaldtölvum og snjallsímum með svokallaðri „Responsive högun“ (e.Responsive) þar sem lausnin aðlagar sig að skjástærð á því tæki sem hún er keyrð á. Mikið er forritað í HTML 5 og svo líka með smáforritum (e.Apps). Allt er þetta að færast yfir í það að allar þessar lausnir eru keyrðar frá Tölvuskýjum (e.Cloud) til að einfalda allt utanumhald og rekstur og líka að ekki þarf að breyta miklu í innra skipulagi (e.Infrastrucutre) á hótelunum varðandi lagnir, nú er krafan þráðtengt LAN og WIFI til viðbótar við hefðbundið coax (e.coax) loftnetskerfi. Dæmi um slíka lausn er finnska Hibox IPTV kerfið sem er með þeim fyrstu sem nota QR kóða til að gefa notendum aðgang að hótel upplýsingum og þeirri þjónustu sem er í boði og aðgangur að sjónvarpi hvar sem er í hótel byggingunni.

Dæmi um eina fyrstu uppsetninguna á slíku kerfi fyrir nýtt hótel er hægt að lesa um hér.

Þjónustur í boði

Margir möguleikar sem hafa opnast með tilkomu spjaldtölva og snjallsíma fyrir utan það að nota sjónvarpstæknina og horfa á kvikmyndir. Til dæmis eru meiri möguleikar í boði fyrir rekstraraðila hótela að bæta við margvíslegum þjónustum eins og að vera í gagnvirku sambandi við gesti þannig að það hraðar þjónustunni og gerir hana skilvirkari ásamt því að auka aðgengi fyrir viðskiptavinin að upplýsingum um hluti sem eru til sölu og viðburði sem eru að gerast innan hótelsins og í nánasta umhverfi. 

Viðskiptavinurinn sér hvar eru hagkvæmustu tilboðin á veitingastöðum á hótelinu eða í nágrenninu. Allar upplýsingar um afþreyingu á einum stað allt í gegnum snjalltækin (e.Tables, e.Smartphone). Einnig möguleikar á eigin skoðanakönnunum ásamt því að gestir geta komið kvörtunum sínum á framfæri á einfaldari og hraðvirkari máta sem gerir starfsfólki kleift að bregðast skjótar við til að leysa úr málunum.

Hagnýting við herbergja þjónustu

Starfsfólk sem starfar við herbergisþjónustu t. d þrif og eftirlit með herbergjum og tækjum. Það getur notað spjaldtölvur og snjallsíma til að halda utan um, í rauntíma, þrif á hótelherbergjum, skrá niður það sem þarf að lagfæra á herbergjunum og þann möguleika að geta tekið myndir ef eitthvað er skemmt og bilað. Þá er beiðnin komin beint til þeirra sem málið varðar. Þannig að verkefnin eru kominn í gang á mun styttri tíma. Einnig beintenging við birgðakerfi og úttektarstaða gerð beint og minkar villuhættu í skráningum og geta lesið strikamerki á vörunum til að tryggja áreiðanleika sem nýtist vel við rekstur á minibar og annað í sambandi við þrif á herbergjum. Öll skýrslugerð er einfaldari og skilvirkari allur pappír úr sögunni, einnig einfaldara að fylgjast með hlutunum og eftirfylgni skilvirkari t.d sést þá strax hvaða herbergi eru tilbúinn þannig að gestmóttakan er með upplýsingar í rauntíma þannig að hægt að afgreiða strax herbergin og eykur möguleikann á að bóka herbergin rafrænt. Bein tengingar við húsvörslu kerfi (e.Property Management Systems) (Hibox 2014).

Untitledm3

Mynd:www.hibox.tv

Móttaka á hóteli (e.reception) Check In and Out

Meiri möguleikar í sjálfsafgreiðslu fyrir viðskiptavininn en það minkar álag á gestamóttökur að gestir geti skráð sig inn og út af hótelinu og þurfa ekki að eyða tíma í gestamóttökunni og bíða í biðröð á álagstímum. Ganga frá greiðslu í gegnum tækin, svo þegar komið er á hótelið þá er farð á sérstakan stað (desk) til að fá lykilinn (Dæmi Hilton, Marriot ofl).

Aðgangskerfi

Aðgangskerfi með snjallsímum þannig að engir lyklar eru í umferð, þetta styður betur við það að hægt er að skrá sig inn og út af hótelinu og að opna herbergin með tækjunum (e.device). Rauntíma upplýsingar liggja fyrir í gestamóttökunni þannig að hægt er að fylgjast með hvort einhver er í herberginu og þannig hægt að framkvæma lagfæringar eða eitthvað sem þarf að gera á herberginu á meðan gestirnir eru úti (Kaba 2012).

m4

Mynd:www.hibox.tv

Stjórnkerfi

Hugbúnaðurinn sem er núna að taka við til að stjórna öllum þessum tækjum eru skýjalausnir þannig að það er enginn auka búnaður eins og einhver sérstök box á staðnum (STB – Set UP Box) og er þetta sú þróun sem hefur átt sér stað síðustu tvö ár. Tækninn alltaf að verða betri og lausnirnar betur þróaðar og prófaðar. Það sem einna helst hefur tafið þróunina eru hótelin og veitingastaðirnir sjálfir sem eru seinir að taka tæknina í sína hendur. Ástæðan getur líka verið að mikið af þessum lausnum eru dýrar og þá eru það eingöngu stærstu aðilarnir sem geta tekið þetta í sína þjónustu en við eigum eftir að sjá meira af einföldum og ódýrari lausnum í framtíðinni þar sem mikil framþróun er núna í lausnum fyrir tölvuskýin (e.Cloud).

Áhrif UT á veitingarhúsarekstur

Veitingahús hafa verið að taka nýja tækni í notkun eins og að hagnýta sér spjaldtölvur og snjallsíma. Undanfarin 2-3 ár hafa verið að koma á markað nýjungar sem snúa að rafrænum matseðlum með ýtarlegum innihalds lýsingum t.d. hvaða hráefni eru notuð í matinn. Það sem þetta gerir er að það verður einfaldara og fljótlegra að uppfæra matseðlanna, það verður enginn tilkostnaður við að láta prenta og hanna matseðla og þar af leiðir að hægt er að skipta um matseðil eða breyta honum á skjótann hátt og jafnvel á meðan verið er að afgreiða gesti ef t.d. hráefni er búið af lager og setja þarf inn annan rétt í staðinn.

m5

Mynd sótt af www.aptito.com

Einnig eru komnar lausnir þar sem viðskiptavinir fá afhenta spjaldtölvu þegar þeir koma í móttökuna á veitingarstaðnum og er vísað til sætis og þar eru viðskiptavinir látnir tengjast með spjaldtölvunni við borðið. Þarna er mikið notast við snertilausnir (NFC Near Field Connect) og bluetooth. Samskiptaeining er sett í borðin sem samstillir sig við spjaldtölvuna eða snjallsímann, þannig að kerfið veit á hvaða borði spjaldtölvan er staðsett og kallast þetta „Self Ordering systems“.

Samkvæmt upplýsingum á www.rmpos.com þá eru nokkrir þætti sem þessi tækni hefur náð fram.

  • Í fyrsta lagi aukin hraði í þjónustu og gestir þurfa ekki að bíða eftir lausum gjaldkera, þjóni eða barþjóni þannig að pantanir afgreiðast á fljótari hátt og velta á hvert borð eykst.
  • Í öðru lagi með sjálfsafgreiðslu eða pöntun þá þarf færra starfsfólk og gjaldkeri getur afkastað meiru á álagstímum.
  • Í þriðja lagi þá getur þetta bætt upplifun viðskiptavinanna því uppsetning matseðla er meira lifandi og ýtarlegri upplýsingar fylgja og einfalt í notkun.
  • Í fjórða lagi þá hefur þetta ýtt undir að viðskiptavinir panti meira og kannski rétti sem hafa ekki selst vel því þetta er allt meira sýnilegt og upplýsingar ýtarlegri.

Síðan eru það samskiptin við eldhúsið , barinn og afgreiðsluna allt gerist þetta með öruggum og villulausum hætti, eina vandmálið er að viðskiptavinurinn pantar eitthvað óvart eða gerir einhverja vitleysu í notkun á tækjunum. 

„Point of sales system“ (e.POS) kerfi eru að verða meira og minna byggð upp með spjaldtölvum og er öll þróun að snúast yfir í þannig lausnir. Dæmi um vel útfærða lausn má finna á vefsíðunni http://aptito.com/iPad-mobile-ordering/ Þar er líka að sjá skemmtilegt myndband af notkun lausnarinnar.

Hvað næst?

Hvað er næst í IPTV og að finna einhverjar hugmyndir fyrir veitingahúsin varðandi lausnir til að nýta tækin betur. Ég held að það sé það langt í það að veitingahús almennt taki þessa tækni í notkun almennt. Samt er nokkuð erfitt að sjá fyrir hvað gerist því tæknin er alltaf að verða ódýrari. En ég held að það sem gerir gæfumuninn verður krafa neytandans um meiri upplýsingar um matinn, næringargildi, upprunamerkingar, snertilausar greiðslur með snjallsímum, samstundis einkunnargjöf á e-h vefsvæði osfr. Nú vantar til dæmis upp á það að veitingastaðir bjóði upp á þokkalegt þráðlaust net. Þeir eru almennt á eftir í þessum málum en reyndar held ég einnig að það muni aukast í framtíðinni að veitingastaðir sem eru EKKI tæknilegir í dag muni nýta sér þessa tækni innan skamms. Aðlögun að nýrri tækni gerist oft með nýrri kynslóð veitingamanna – fólki sem alist hefur upp í net-veröld og þekkir ekkert annað.

IPTV hótelsjónvörp þróast áfram eins og þau hafa gert, þau stækka, koma með snertiskjá, betra hljóðkerfi og innan ekki margra ára verða hluti af veggnum.. ekkert sérstakt tæki sem hangir einhverstaðar. Sjá t.d. Nanopixels. Það mun enginn sérstakur sími verða til staðar, gestir fá aðgang að VOIP símakerfi hótelsins gegn vægu gjaldi og geta þannig t.d. hringt um allt á innanlandstaxta. Það sem mest mun breytast á næstu árum er aðgengi að miðlum (e.content) mun líklega þróast þannig að allt verður fáanlegt allstaðar yfir netið. En það getur líka varðað hvernig höfundarréttar mál eru meðhöndluð í framtíðinni .

Höfundur: Rúnar Þ. Bjarnþórsson

Heimildir
Fyrir Hótel
Hotel Management. Vefsíða Sótt 27.sept 2014 af
http://www.hotelmanagement.net/televisions/hotels-allowing-guests-to-watch-their-content-on-guestroom-tv-28920
Hibox Systems. Vefsíða sótt 9. Sept 2014 af
http://www.hibox.tv/Hotel-HousekeepingSystem.shtml
http://www.hibox.tv/Emergency-messaging-panel.shtml
http://www.quadriga.com/html/Hibox_228.html
http://www.hibox.tv/press/Pressrelease-20052014.pdf
http://www.hibox.tv/news.shtml
VideoNuze. Online Video Analysis and News sótt 12.sept 2014
http://www.videonuze.com/perspective/meet-the-tv-viewer-of-the-future-you-might-not-recognize-her
Viggos Cloud based IPTV systems. Sótt 30.sept 2014 af
http://www.hotelmanagement.com.au/2014/01/08/viggos-cloud-based-iptv-system/
Air Wave. Smart hótel Tv vefsíða sótt 13.sept 2014
http://www.airwave.tv/single.htm?ipg=13342
WorldWide Quadriga The integrated TV & Mobile guest communication & entertainment. Sótt 20. Sept. 2014 af
http://www.quadriga.com/html/AboutQuadriga_63.html
Hotel IPTV Demo,IPTV GUI. Sótt 20.sept 2014 af
https://www.youtube.com/watch?v=q2NGr-UdTOY
Hotel Management. Hotels allowing guest to watch their content on guestroom TV. Sótt 20.sept 2014 af http://www.hotelmanagement.net/listing/1175/Televisions
Fyrir Hótel þjónustur
Majority of Consumers Prefer to Purchase and Reserve Hotel Services using Mobile Devices.
Press Release. Sótt 20.sept 2014 af
http://www.smithmicro.com/company/news-room/press-releases/2014/06/23/majority-of-consumers-prefer-to-purchase-and-reserve-hotel-services-using-mobile-devices
Consumers prefer to purchase and reserve hotel services using mobile devices. Sótt 21.sept 2014 af
http://www.hotelmanagement.net/technology/consumers-prefer-to-purchase-and-reserve-hotel-services-using-mobile-devices-28199
Guest Tek Visitor based Internet. Sótt 30 Sept 2014 af http://www.guest-tek.com/

Smith Micro. Room Services. Sótt 30.sept 2014 af
http://www.smithmicro.com/enterprise/hospitality
Smartplanet. Hilton CIO: Mobile devices using in hotels is skyrocketing. Sótt 30.sept 2014 af http://www.smartplanet.com/blog/pure-genius/hilton-cio-mobile-device-use-in-hotels-is-skyrocketing/
Marriott ups mobile check in offering. Sótt 4.okt 2014 af
http://www.hotelmanagement.com.au/2014/08/13/marriott-ups-mobile-check-offering/
Marriott offers mobile check-in. Sótt 3.okt 2014 af
http://www.hotelmanagement.com.au/2013/11/27/marriott-offers-mobile-check-in/
Reynslusaga af mobile check in. Sótt 3.okt 2014 af
http://www.cio.com/article/2370373/mobile-apps/my-experience-with-marriott-s-new-mobile-hotel-check-in.html
Fyrir Aðgangskerfi
Kaba. Beyond Security. Secure access with your mobile phone. Sótt 8.okt 2014 af
http://www.kaba.com/e-data/en/news-media/80378-484466/secure-access-with-your-mobile-phone.html
Goji. Smart lock. Sótt 8.okt 2014 af http://www.gojiaccess.com/
Fyrir Veitingarstaði
Aptito. iPad Mobile Ordering and Order Food App. Sótt 8.okt 2014 af http://aptito.com/iPad-mobile-ordering/
Breadcrumb Pro. Sótt 5.okt 2014 af https://breadcrumb.groupon.com/pro/features
MenuPad Tm. MenuPad extends your current POS all the way to the table. Sótt 09.okt 2014 af
http://www.menupad.com/
Tech Pantry. Totally Wireless, Totally Restaurant,Totally Cloud. Sótt 5.okt 2014 af
http://techpantry.com.au/aireus/
Digital Dining. Sótt 5.okt 2014 af http://www.digitaldining.com/
Cult of Mac. iPad-based Restaurant POS systems save Money and Frazzled Nerves [Video]. Sótt 5.okt 2014 af http://www.cultofmac.com/166335/ipad-based-restaurant-pos-system-saves-money-and-frazzled-nerves-video/
Restaurnat self-ordering system using iPad – IzakayaExpo:DigINfo. Sótt 5.okt 2014 af https://www.youtube.com/watch?v=1eUyNh4g0qc
Zephyr Hardware - Point of sales systems. Sótt 4.okt 2014 af http://www.zephyrhardware.com/
Restaurant Manager An ASI Technology – RM Kiosk iPad POS. Sótt 04.okt 2014 af http://rmpos.com/sellsheets/rmkiosk_sellsheet.pdf
POS System Restaurant, How to use iPads and tablets as restaurants POS devices. Sótt 4.okt 2014 af http://www.possystemrestaurant.com/features/ipad-pos-systems/
ChinaHush. Using ipad as menu to order food, restaurant become hot topic. Sótt 4.okt 2014 af
http://www.chinahush.com/2011/04/28/using-ipad-as-menu-to-order-food-restaurant-becomes-hot-topic/
Radio Australia. Interactive Restaurant Menu. Sótt 5.okt 2014 af
http://www.radioaustralia.net.au/international/radio/onairhighlights/ipad-interactive-restaurant-menus
About money. Restaurant About Benefits etc. Sótt 5.okt 2014 af
http://restaurants.about.com/od/stockingarestaurant/p/POS_System.htm

Skoðað: 4723 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála