9. september
Hvað er merkilegt við 9. september?
Þetta er dagurinn þegar Grace Murray Hopper (1906 – 1992) og félagar fundu fyrstu pödduna (moth) í tölvukóða en þau voru að vinna við Mark II tölvuna í Harvard háskóla 1947. Þessi padda truflaði vinnuna og talaði Grace þá um að „debugga“ kerfið. Þó að orðatiltækið „bug“ hefði verið áður notað í verkfræði þá var það Grace sem gerði það frægt. Myndin á að sýnda þessa frægu pöddu.
Grace var frumkvöðull á sínum tíma og vann m.a. við að forrita Havard Mark I tölvuna og UNIVAC. Hún var ein af þeim sem þróuð fyrsta þýðandann fyrir forritunarmál og vann við að þróa mál sem voru óháð vélbúnaði en það leiddi síðan til þróunar á COBOL (Common Business-Oriented Language) málinu.
Frá unga aldri var Grace forvitin um hvernig hlutirnir virka og til er saga af því þegar hún var sjö ára og tók í sundur flestra klukkur á heimilinu til að sjá hvernig þær virkuðu.
Á langri ævi hlaut hún margskonar viðurkenningar og heiðursnafnbætur fyrir störf sín og uppfinningar og var t.d. fyrsti Bandaríkjamaðurinn og fyrst konan sem var Distinguished Fellow of the British Computer Societ.
Ásrún Matthíasdóttir tók saman
Nánari upplýsingar er að finna:
Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.