Skip to main content
14. júní 2012

Hvað android dót nota ég mest?

androidHugmyndin að þessari grein kom upp þegar ég var að „taka til“ í símanum mínum og vildi setja það sem mestu máli skipti á aðgengilega staði svo ég væri fljót að nálgast þá. Ég fór að velta því fyrir mér hvaða fídusa og öpp fólk væri að nota og satt best að segja dauðlangar mig stundum að skoða síma vina minna til að fá að vita hvernig þeir eru að nota android símana sína, en ég kann ekki við að hnýsast. Ég er reyndar alltaf að heyra um einhver ný öpp og fer reglulega á Play Store hjá Android til að fylgjast með og ég hala reglulega niður fullt af öppum til að skoða. Sum þeirra fara mjög fljótlega út aftur en önnur haldast inni. Mikið er nú gaman að hafa úr öllum þessum forritum að velja. Það hljóta fleiri en ég að vera forvitnir um það hvað aðrir eru að nota þannig að ég ákvað að ríða á vaðið og uppljósta hér hvaða öpp og fídusa ég nota mest sjálf.

Moxier mail og Gmail app

Ég les póstinn minn og fylgist með dagatalinu mínu í gegnum þessi android öpp – kemst varla í gegnum vinnudaginn nema að hafa þetta við höndina.

Flýtilinkar í símanúmer

Ég er fljót að taka upp símann og hringja eða senda sms á nánustu fjölskyldu, vini og samstarfsmenn. Ef ég hefði ekki þessa linka mundi ég fljótt gefast upp á því að hringja í fólk.

Linkar beint á fréttir frá mbl.is og fleiri fréttaveitum

Ég les fréttir oft á dag. Nauðsynlegt að geta nálgast þær með einum smelli.

Facebook

Ég skoða facebook meira í símanum mínum en í tölvunni. Nauðsynlegt að geta fylgst með fréttum af fólkinu í kringum mig í gegnum þennan miðil.

Twitter

Íslendingar virðst vera að taka við sér á Twitter, það var a.m.k. hin mesta skemmtun að fylgjast með öllum tístunum á Evróvisionkvöldinu í ár. Á twitter hef ég hingað til fylgst með allt öðrum hópi en ég geri á facebook. Segi það bara beint út – nördarnir eru þarna að nördast.

SlideIT keyboard

Ég nota þetta lyklaborð til að skrifa pósta og fleira, er orðin mun fljótari að skrifa með því að renna fingrinum yfir lyklaborðið en að styðja með fingrinum á hvern og einn staf.

Leggja

Eina íslenska appið sem ég hef virkilega þörf á að nota. Mun fljótlegra en að finna til kort eða peninga til að borga í stöðumæli. Fæ ekki lengur stöðumælasektir!

Endomondo

Það er gaman að geta séð hvað maður hefur skokkað eða hjólað langt og á hvaða hraða. Ég fer ósjálfrátt í keppni við sjálfa mig sem er náttúrulega bara hollt og gott.

Springpad

Ef ég sé einhverja sniðuga vefsíðu eða uppskrift eða lestrarefni sem mig langar að skoða síðar skelli ég því inn í springpad þar sem er auðvelt að nálgast það. Sumir nota Evernote í sama tilgangi.

Kindle

Ég hef lesið slatta af bókum og tímaritum í gegnum kindle og er fljót að sækja mér nýjar bækur ef ég vil fræðast um eitthvað nýtt. Ferlega flott að geta lesið hvar sem er.

JuiceDefender

Það er ekkert eins pirrandi og batteríslaus sími. Þetta forrit aðstoðar mann við að halda batterísnotkun í lágmarki.

Draw Something

Þetta er eini leikurinn sem ég nenni að spila á Android símanum mínum. Líklega varð ég „hooked“ á þessu af því að mér finnst Pictionary spilið skemmtilegt og þetta byggir á svipaðri hugmyndafræði. Þessi leikur er orðinn geysivinsæll um allan heim.

Talking Tom

Tveggja og hálfs árs dóttir mín vill stundum tala við kisuna Tom, sem apar allt upp eftir henni og fær sér mjólkurglas að drekka o.fl. Forritið hefur nokkrum sinnum bjargað mér þegar hún er orðin eitthvað pirruð á að sitja í bíl.

Það væri gaman að heyra frá fleirum hvaða öpp og fídusa fólk er að nota. Er eitthvað þarna úti sem er ómissandi fyrir android notendur? Hvaða dót notið þið?

Höfundur Ragnheiður H. Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar
http://is.linkedin.com/in/ragnheidur

Skoðað: 7031 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála