Skip to main content

Tölvumál - Óskum eftir greinum í prentútgáfu tímaritsins

Vegleg afmælisútgáfa tímaritsins Tölvumál kemur út í haust í tilefni þess að um árgang 50 🎈er að ræða en Tölvumál hafa komið út óslitið frá árinu 1976 og er eina óháða tímaritið um tækni sem gefið er út á Íslandi. 🎉

Þemað í ár er „Dreifð tækni“ og allt sem því viðkemur. Gaman væri að fá inn greinar um málefni eins og skammtafræði, blokkkeðjur, orkunýtingu, græna tækni, rafmyntir og annað tengdu dreifðri tækni. Einnig er tekið við greinum um annað áhugavert efni tengdu tækni.

Lokaskil á greinum greina er til og með 15. júní og hvetjum við þau sem luma á áhugaverðu efni að senda inn grein. Hugsanlega verður tekið við fleiri greinum í haust ef enn er laust í blaðinu. 

Greinar og fyrirspurnir skal senda á ritstjóra Tölvumála, Ástu Gísladóttur á netfangið asta@astriki.is eða sky@sky.is 

Hér eru leiðbeiningar um skil á greinum.

Alltaf er tekið við greinum fyrir Tölvumál á vefnum þar sem ný grein er birt í hádeginu á fimmtudögum. Um að gera að senda á okkur ef þú ert að vinna í áhugaverðu verkefni.

Viltu taka virkan þátt í starfi ritnefndar?
Alltaf er pláss fyrir gott fólk sem getur aðstoðað við að útvega greinar og annað áhugavert efni.

 

tolvumal haus

Skoðað: 109 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála