Staðlar fyrir upplýsingatækni
Hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar upplýsingakerfi beitir bæði verkefnastjórnun (project management) og samstæðustjórnun (configuration management). Breytingar á vörum fyrirtækisins, vélbúnaði hjá notendum og laga- og reglugerðarumhverfi kalla á flókin verkefni í þjónustu við notendur.  ISO 9000 er grunnleiðsögn um hvernig skuli koma upp skjalfestum verklagsreglum til að stýra breytingum á ferlum og umbótum. ISO 10006 og ISO 10007 leiðbeina síðan enn frekar við að þróa verklag sem hentar fyrir verkefnisstjórnun annarsvegar og samstæðustjórnun hinsvegar.