Upplýsingatækni og gæðastjórnun samkvæmt ISO 9000
Í lok ársins 2002 höfðu
verið gefin út um 560.000 vottorð um heim allan fyrir gæðakerfi fyrirtækja sem
eru í samræmi við IS0 9000 staðlana. Um þrír tugir íslenskra fyrirtækja hafa
fengið gæðakerfi sín vottuð samkvæmt ISO 9001. Það er frekar lág tala miðað við
það sem gerist í Vestur-Evrópu. Reikna má með að breyting verði þar á, því
fjöldi þeirra fyrirtækja í öllum greinum atvinnulífsins sem fá gæðakerfi
sín vottuð eykst hröðum skrefum.
Kjarnastaðlar ISO 9000
Staðlarnir mynda eina heild
og bæta hvern annan upp. Eftirtaldir staðlar mynda kjarnastaðla ISO 9000
raðarinnar:
· ÍST EN ISO 9000:2000 Gæðakerfi - Grundvallaratriði og íðorðasafn
ISO 9000 inniheldur skilgreiningar á hugtökum
eins og t.d. „gæði" og tryggir þannig að skilningur manna sé einn og hinn
sami.
· ÍST EN ISO 9001:2000 Gæðakerfi – Kröfur
ISO 9001 fjallar um grunnkröfur til gæðakerfa og
eftir honum er hægt að votta gæðakerfin. Staðallinn kemur þannig í stað eldri
útgáfu af ISO 9001, 9002 og 9003.
· ÍST EN ISO 9004:2000 Gæðakerfi – Leiðbeiningar um bættan árangur
ISO 9004 er mikilvægur staðall fyrir þá sem vilja
bæta rekstur sinn og ná meiri árangri í gæðamálum.
ISO 19011 inniheldur leiðbeiningar um stjórnun úttekta, hvort sem um er að ræða gæða- eða umhverfisúttektir.
Handbókin: ISO 9001 fyrir lítil
fyrirtæki – Leiðsögn
Handbók þar sem fyrirtækin njóta
leiðsagnar manna sem áttu stærstan þátt í gerð ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlanna
og gerst þekkja hvernig taka á upp gæðastjórnunarkerfi byggt á ISO 9001:2000.
Bókin er ómetanlegt stuðningsefni við kjarnastaðlana fjóra í ISO 9000 röðinni;
ISO 9000, 9001, 9004 og 19011. Meginkaflar bókarinnar:
- Gæðastjórnunarkerfi
Í kaflanum er að finna almennar upplýsingar um gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001. - Hvernig á að byrja
Kaflinn geymir hagnýtar ráðleggingar varðandi þá kosti sem fyrirtæki eiga ef ætlunin er að taka upp gæðastjórnunarkerfi. - Leiðsögn um ISO 9001
Hér er að finna meginmálið úr ISO 9001 staðlinum sjálfum. Jafnframt er leiðsögn um efnið til að auka skilning á kröfunum, ásamt dæmum og tillögum.
Fjöldi vottarða gæðakerfa í
upplýsingatækni
Eins og áður sagði höfðu verið gefin út um
560.000 vottorð um heim allan fyrir gæðakerfi í lok árs 2002. Af þeim fjölda voru um 7800 vottorð í
flokknum upplýsingatækni (information technology) eða 1,4% af heildinni. Það
kann að hljóma sem frekar lág tala, en er það reyndar alls ekki ef betur er að
gáð. Upplýsingatæknin er þarna
tilgreind sérstaklega en eins og allir vita er verið að beita upplýsingatækni út um allt. Sem dæmi má
nefna að flokkur eins vélar og búnaður telur rúmlega 35.000 vottorð,
rafmagnsvörur og sjóntæki um 43.000 o.s.frv. Í flestum þessara flokka er verið
að votta gæðakerfi fyrirtækja þar sem upplýsingatækni er mjög fyrirferðarmikil
í starfseminni. Ágætt dæmi væri fyrirtæki eins og Marel sem er flokkast
væntanlega með vélum og búnaði þrátt fyrir að upplýsingatækni sé sífellt að
verða veigameiri þáttur í starfsemi þess.
Staðlar fyrir upplýsingatækni
Hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar upplýsingakerfi beitir bæði
verkefnastjórnun (project management) og samstæðustjórnun (configuration
management). Breytingar á vörum fyrirtækisins, vélbúnaði hjá notendum og laga-
og reglugerðarumhverfi kalla á flókin verkefni í þjónustu við notendur. ISO 9000 er grunnleiðsögn um hvernig skuli
koma upp skjalfestum verklagsreglum til að stýra breytingum á ferlum og
umbótum. ISO 10006 og ISO 10007 leiðbeina síðan enn frekar við að þróa verklag
sem hentar fyrir verkefnisstjórnun annarsvegar og samstæðustjórnun hinsvegar.
- ISO
10006:2003 Quality
management systems -- Guidelines for quality management in projects
- ISO
10007:2003 Quality management
systems -- Guidelines for configuration management
Að styðjast við slíka staðla gerir
fyrirtæki á upplýsingatæknisviði hæfari til að takast á við breytingar í á
öllum sviðum og getur táðið úrslitum um stöðu þess á mörkuðum.
Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.